7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Fimm vinsælustu atriði Sóla Hólm

Skyldulesning

Sólmundur Hólm Sólmundarson hefur farið á kostum í þættinum Föstudagskvöld með Gumma Ben og Sóla Hólm síðastliðið árið.

Sóli er þekktur fyrir það að vera stórgóð eftirherma og tekur hann marga fræga karaktera í íslensku samfélagi einstaklega vel.

Hér að neðan má sjá fimm vinsælustu leiknu atriðin þar sem Sóli Hólm og reyndar sonur hans, fara á kostum.

Sóli byrjaði þetta allt saman á því að herma eftir Rikka G og endurgerði atriði úr þáttunum Rikki fer til Ameríku. Þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á það atriði 65 þúsund sinnum.

Það næstvinsælasta er atriði þegar Sóli hermdi eftir Ingu Sæland og hefur verið horft á það yfir 63 þúsund sinnum.

Sóli tók einnig fyrir Sindra Sindrason úr þáttunum Heimsókn og leit við í ísbúðinni Valdísi og heimsótti Önnu Svövu.

Eitt vinsælasta atriðið frá Sóla og hans fjölskyldu kom síðan út um síðustu helgi þegar sonur hans Baldvin fór á kostum sem Prins Nutella og hefur verið horft á það atriði 50 þúsund sinnum.

Fimmta vinsælasta leikna atriði Sóla Hólm var þegar Sóli Hólm tók viðtal sem fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson og það við elsta pabba Íslandssögunnar, Auðunn Blöndal. Íslendingar hafa horft á það atriði 48 þúsund sinnum.

Eftirhermuhjólið var einnig mjög vinsæll liður hjá Sóla og Gumma Ben og eru það tvær vinsælustu klippurnar úr þáttum Gumma Ben og Sóla.

Eftirhermuhjólið með Sölku Sól og Eyþóri Inga voru gríðarlega vinsæl. Salka Sól með 96 þúsund spilanir og Eyrþór Ingi 84 þúsund spilarnir.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir