1.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Fimmföldun farþega á milli ára í janúar

Skyldulesning

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.

Farþegum Icelandair fjölgaði umtalsvert á milli ára í janúar, þrátt fyrir að áhrifa ómíkron afbrigðisins gæti enn er kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

Þar segir að farþegar í innanlands- og millilandaflugi hafi verið um 113.000, um fimmfalt fleiri en í fyrra, þegar um 23.000 flugu með félaginu.

„Þar af var fjöldi farþega í millilandaflugi um 100.000. Farþegar til Íslands voru 40.000 og frá Íslandi flugu 23.000. Tengifarþegar voru um 37.000.

Stundvísi í millilandaflugi var 75% og sætanýting var 60%, samanborið við 39% í janúar 2021. Þrátt fyrir neikvæð áhrif af völdum ómíkron afbrigðisins var heildarframboð í janúar um 53% af framboði ársins 2019.“

Auknin sætanýting í innanlandsflugi

Þá voru farþegar í innanlandsflugi voru um 13.000 samanborið við 11.500 í janúar 2021. Sætanýting í innanlandsflugi var 73% en hún var 60% í janúar í fyrra.

Haft er eftir Bogi Nils Bogason forstjóra Icelandair í tilkynningu að ferðahugur sem að aukast tilfinnanlega. „Þrátt fyrir að neikvæðra áhrifa ómíkron afbrigðisins gæti enn í tölum janúarmánaðar er útlitið gott og bókunarstaða að styrkjast með hverjum deginum.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir