Fiskeldið getur skapað tólf þúsund störf

0
164

Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Elliði Vignisson sjá mörg tækifæri í fiskeldi vítt og breitt um landið. Bæði í sjókvíum og á landi. Hallur Már

Standi stjórnvöld rétt að því að skapa umgjörð um fiskeldi á sjó og landi gæti uppbygging þess skapað tólf þúsund bein og afleidd störf á komandi tveimur áratugum.

Gríðarleg tækifæri standa fyrir dyrum í uppbyggingu fiskeldis hér á landi. Verkefnið er stórt í sniðum og mun taka langan tíma en þróunin síðasta áratuginn gefur fyrirheit um mikla verðmætasköpun. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Dagmála en þar er rætt við þau Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Elliða Vignisson bæjarstjóra Ölfuss.

Bendir Heiðrún á að mat sérfræðinga bendi til þess að auka megi sjókvíaeldi allt að tífalt frá því sem nú er en í fyrra var um 45 þúsund tonnum af laxi slátrað úr kvíum hér við land. Þá séu uppi fyrirætlanir um mikla uppbyggingu landeldis sem gæti aukið við framleiðsluna sem nemi 160 þúsund tonnum árlega.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.