9.4 C
Grindavik
15. júní, 2021

Fjallið út­skýrði af hverju hann hætti í afl­raunum

Skyldulesning

Hafþór Júlíus Björnsson sat fyrir svörum aðdáenda á YouTube síðu sinni í gær.

Hafþór Júlíus Björnsson, Fjallið, tilkynnti það fyrr á þessu ári að hann væri hættur í aflraunum og hann útskýrir ástæðuna nú í sínu nýjasta YouTube myndbandi.

Hafþór leyfði fylgjendum sínum að spyrja hann spurninga hvað varðar hans líf á dögunum og hann sat og svaraði í þeim í myndbandinu.

Hafþór ákvað eftir að hann sló heimsmetið í réttstöðulyftu að hann ætlaði að láta staðar numið og einbeita sér að einhverju öðru.

Hann mun m.a. berjast við Englendinginn Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári en þeir hafa staðið í miklum og snörpum orðaskiptum að undanförnu.

Nýjasta myndband Hafþórs má heyra og sjá hér að neðan þar sem hann fer yfir sviðið.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir