8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Fjallmönnum fylgt í erfiðum leitum á Landmannaafrétti

Skyldulesning

Fjárleitir Land- og Holtamanna á Landmannaafrétti undir lok septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna en göngunum lauk á sjöunda degi með réttum í Áfangagili norðan Heklu.

Áhorfendur Stöðvar 2 fá tækifæri til að fylgjast með smalamennskunni í þættinum Um land allt. Að sögn Kristins er mikil ásókn í að fá að taka þátt í leitunum hvert haust og komast færri að en vilja. Athygli vekur hvað hlutur kvenna er orðinn stór en þær voru álíka margar og karlar að þessu sinni.

Frá fjárrekstrinum í haustKarl Grau

Landmannaafréttur er norðaustan Heklu, afmarkast af Tungnaá og Torfajökli, og er víðast hvar í yfir sexhundruð metra hæð yfir sjávarmáli. Talið er að bændur í Rangárvallasýslu hafi rekið fé þangað til sumarbeitar allt frá landnámsöld. Göngurnar eru þannig líklega einhver elsti þáttur í þjóðmenningu Íslendinga.

„Þessi fjallferð er klárlega mesti menningarviðburður sveitarinnar,“ segir Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði í Landsveit.

Féð rekið niður með Helliskvísl. Skálarnir við Landmannahelli sjást fjær.Karl Grau.

Blikur eru nú á lofti um framtíð upprekstrar á hálendið. Kröfur hafa komið fram um bann við lausagöngu búfjár og friðun afrétta og hefur Landmannaafréttur meðal annars verið nefndur í því sambandi.

Þátturinn er á dagskrá í kvöld, mánudagskvöld, kl. 19.10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir