fjarlaegdu-valentinusarkort-af-ronaldo-–-thotti-afar-ovideigandi-i-ljosi-asakana-mayorga-a-hans-hendur

Fjárlægðu Valentínusarkort af Ronaldo – Þótti afar óviðeigandi í ljósi ásakana Mayorga á hans hendur

Fyrirtækið Moonpig, sem sérhæfir sig meðal annars í gjafakortum, hefur fjarlægt kort af Cristiano Ronaldo í tilefni af Valentínusardeginum. Á því voru skilaboð sem þóttu óviðeigandi vegna ásakana á hendur Ronaldo. Kathryn Mayorga sakar hann um að hafa nauðgað sér í Las Vegas árið 2009. Mirror fjallar um þetta.

Ronaldo og hans talsmenn hafa alla tíð ásökununum. Samt sem áður þykja skilaboðin á korti Moonpig: ,,Ekkert mun stoppa mig frá því að skora á Valentínusardaginn“, afar óheppileg.

,,Það er aldrei okkar ætlun að styggja einhvern. Við erum stolt af því að gleðja viðskiptavini okkar og gerum allt til þess að gefa þeim sem besta þjónustu,“ sagði talsmaður fyrirtækisins við Mirror.

Í þessari frétt DV frá því í fyrra er fjallað nánar um ásakanir á hendur Ronaldo og frásagnir Mayorga.

Enski boltinn á 433 er í boði


Posted

in

,

by

Tags: