7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Fjarlægður úr FIFA 22 fyrir ósæmilega hegðun gagnvart samstarfskonum sínum – Sakaður um áreiti og ofbeldi

Skyldulesning

Marc Overmars, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá hollenska liðinu Ajax, hefur verið fjarlægður úr FIFA 22 tölvuleiknum fyrir ósæmilega hegðun gagnvart samstarfskonum sínum en Overmars er sakaður um kynferðislegt áreiti gagnvart ellefu konum.

Þó svo að Overmars, sem spilaði á sínum tíma með liðum á borð við Barcelona á Arsenal, hafi fyrir mörgum árum lagt knattspyrnuskóna á hilluna er hann samt sem áður hluti af Ultimate team, hluta FIFA 22 þar sem spilurum gefst færi á að fá gamlar goðsagnir úr knattspyrnusögunni í lið sitt.

EA Sports, framleiðandi FIFA tölvuleikjanna, hefur nú staðfest að Overmars verði ekki lengur hluti af tölvuleiknum. Það sama hefur framleiðandinn gert í máli Mason Greenwood, sóknarmanns Manchester United sem var á dögunum handtekinn og sakaður um nauðgun og líflátshótanir í garð fyrrum kærustu sinnar.

Konurnar sem saka Overmars um kynferðislega áreitni vildu ekki koma fram undir nafni en þær segja hann hafa áreitt þær í samskiptum, meðal annars með því að senda þeim óumbeðnar myndir af getnaðarlim sínum.

Þá sökuðu þrjár af þeim ellefu konum sem stigu fram, Overmars um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi á skrifstofum Ajax.

Konurnar létu það einnig í ljós að menningin innan Ajax væri karllæg, niðrandi ummæli um konur og klæðaburð þeirra væru algeng hjá félaginu.

Þá lýsti ein kona því yfir að leikmaður Ajax hefði áreitt sig kynferðislega, jafnframt sögðu þær allar frá því að þær þorðu ekki að tilkynna eða mótmæla slíkri hegðun sökum ótta við að missa starf sitt.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir