6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Fjármagn til að sporna við kennitöluflakki

Skyldulesning

Dómsmálaráðuneytið.

Dómsmálaráðuneytið.

mbl.is/Hjörtur

Lagt er til að fjárheimild stjórnsýslu dómsmálaráðuneytisins verði aukin um 29,8 milljónir króna, samkvæmt nýju fjáraukalagafrumvarpi.

Gert er ráð fyrir að flytja 35 milljóna króna framlag af málefnasviði 16 yfir á málefnasvið 10 vegna aðgerða til að sporna við kennitöluflakki. Fram kemur að atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hafi undanfarin misseri unnið að því, í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið og dómsmálaráðuneytið, að bregðast við tillögum SA og ASÍ um leiðir til að sporna við kennitöluflakki í atvinnurekstri.

„Framangreindar tillögur lúta bæði að lagabreytingum, breytingum á framkvæmd opinberra aðila og fræðslu en þyngst vegur tillaga um tímabundið bann við aðkomu einstaklings að rekstri félags með takmarkaða ábyrgð í tilteknum tilvikum. Nú hefur komið í ljós að útgjöldin vegna aðgerðanna munu falla til hjá dómsmálaráðuneytinu og er því framlagið flutt yfir frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu yfir til dómsmálaráðuneytisins,“ segir í frumvarpinu.

Aðrar breytingar á fjárheimild málaflokksins eru tilkomnar vegna endurútreiknings á launaforsendum fjárlaga 2019 og 2020 vegna kjarasamninga sem hafa verið gerðir á þessu ári.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir