4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Fjármál borgarinnar eru í volli

Skyldulesning

Við höfum verið að ræða ársreikninginn í dag í borgarstjórn. Hér eru háalvarlegir hlutir í gangi. Í fyrsta lagi hefur veltufé frá rekstri dregist saman, skuldir hafa hækkað verulega hjá A-hluta borgarinnar og hjá Sorpu og Félagsbústöðum er veltufjárhlutfall slæmt sem þýðir að erfitt verður að standa við skuldbindingar og greiða þarf mögulega dráttarvexti.

Taka á lán sem þýðir hærri afborgun lána. Spurt er um hvert verið er að stefna með borgina hvert er markmiði nú þegar harðnað hefur á dalnum og minna er um peninga á sama tíma og áhrif og afleiðingar COVID eru í algleymingi? Á ekki að skerpa á áherslum? Hvað er mikilvægast, hver er forgangsröðunin? Er það stafrænt kerfi á heimsmælikvarða með því að setja 10 milljarða í þjónustu- og nýsköpunarsviðs næstu tvö árin en hluti þess fer í að finna upp hjól sem búið er að finna upp og þarf aðeins að aðlaga að borginni? Eða eru það borgarbúar, velferð þeirra og líðan, börnin, fjölskyldur, eldri borgarar, öryrkjar og borgarbúar allir? Meirihlutinn hefur svarað þessum spurningum, þeirra forgangsröðun er skýr.

Hér er bókun Flokks fólksins:

Árið í fyrra var erfitt ár m.a. vegna COVID. Fjárhagsstaða borgarinnar hefur versnað til muna. Sjá má að veltufé frá rekstri er of lítið. Veltufé frá rekstri er nú 5 ma.kr. en var 12.4 á árinu 2019, og hefur þannig lækkað um meira en helming.

Afborganir langtíma skulda og afborganir leiguskulda eru samtals 2.8 ma.kr. Það er s.s. búið að ráðstafa tæpum 3 ma.kr. af veltufé af rekstri og eru þá aðeins eftir 2 ma.kr. til að standa undir framkvæmdum, sem þýðir að ef halda á áfram á þessari braut þarf að taka ný lán. Í stað þess að draga seglin saman þegar vind lægir og endurskoða forgangsröðun. Biðlistar eru í sögulegu hámarki og mikið fjármagn sett í annars konar verkefni sem mættu bíða eða hætta við. Tekjustofninn er nú þegar fullnýttur.

Langtímaskuldir A hluta borgarsjóðs eru 64 ma.kr. og hafa hækkað á einu ári um 15%. Verðbólgan er komin í 4.6 %. Það var einmitt við svona aðstæður sem margir fóru illa út úr hruninu, þá helst þeir sem voru búnir að þenja lánabogann í botn.

Sorpa, Strætó og Félagsbústaðir hafa verið að taka lán með ábyrgð borgarráðs sem þýðir að lendi þau í vandræðum þá verður sótt í sjóð A-hluta borgarinnar.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir