2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Fjöldi skjálfta í grennd við Grindavík

Skyldulesning

Fjöldi skjálfta hefur riðið yfir skammt frá Grindavík í dag, en svo virðist sem hrina hafi farið af stað á öðrum tímanum eftir hádegi.

Sterkasti skjálftinn til þessa hefur mælst 3,3 að stærð samkvæmt mælingum Veðurstofunnar, klukkan 14.19. Sá stærsti á eftir honum varð klukkan 14.03 og mældist af stærðinni 3,0.

Skjálftarnir eiga upptök sín skammt austur af Bláa lóninu og hefur þeirra orðið vart í Grindavíkurbæ, samkvæmt upplýsingum mbl.is.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir