2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Fjölmenni og fjör í páskaeggjaleit

Skyldulesning

Frá páskaeggjaleitinni í dag.

Frá páskaeggjaleitinni í dag. Ljósmynd/Aðsend

Hátt í þúsund manns tóku þátt í páskaeggjaleit sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem fram fór í dag. Leitin fór fram á þremur stöðum: við Gufunesbæ í Grafarvogi, í Elliðaárdal og við Grímsstaðavör á Ægisíðu. 

Fram kemur í tilkynningu að leitin hafi farði þannig fram að börn og unglingar leituðu að fagurlega skreyttum hænueggjum, sem falin höfðu verið í trjágróðri í Gufunesi og Elliðaárdal en innan um fornminjar og fjörugrjót í Grímsstaðavör.

Fyrir hvert hænuegg hlaut finnandinn lítið súkkulaðiegg. Flestir fundu fleiri en eitt egg og var framkoma þátttakenda til fyrirmyndar þrátt fyrir harða keppni. Á meðan börnin gengu til eggja ræddi fullorðna fólkið saman um landsins gagn og nauðsynjar yfir kaffibolla. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir