6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Fjölskylda Maradona í sárum vegna síðustu myndarinnar sem birtist af honum á lífi

Skyldulesning

Diego Maradona, ein skærasta knattspyrnugoðsögn allra tíma, lét í lífið í gær vegna hjartaslags. Maradona var 60 ára gamall þegar hann lést en hann er af mörgum talinn vera besti knattspyrnumaður allra tíma. Hann lék með nokkrum af frægustu liðum heims eins og Barcelona, Napoli, Boca Juniors og Sevilla.

Fjölskylda Maradona syrgir nú þennan einstaka mann. Samkvæmt fréttum í heimalandi er þó talsverð reiði í fjölskyldunni yfir síðustu myndinni sem birtist af Maradona opinberlega.

Reiðin hafði blossað upp áður en Maradona lét lífið en það var persónulegur læknir hans sem hafði birt hana. Á myndinni er Maradona talsvert veikur en hann hafði verið að jafna sig eftir aðgerð á heila.

Myndin sem fjölskyldan er ósátt með

Maradona útskrifaðist af sjúkrahúsi fyrir rúmum tveimur vikum. „Ég taldi að þessi myndi væri ekki að fara særa neinn, það var ekki svo,“ sagði Leopoldo Luque, læknir Maradona.

„Ég bið þá afsökunnar sem að voru móðgaðir yfir þessari mynd, Maradona hafði samþykkt þessa mynd.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir