Fjör á sjóstangveiðimóti þrátt fyrir lítinn afla

0
80

Létt var yfir þátttakendum á sjóstangveiðimóti Sjóstangveiðifélags Akureyrar mbl.is/Þorgeir

„Þetta var alveg afleit veiði. Sá sem fékk mesta aflann fékk bara 42 kíló. Þetta hefur ekki gerst í um 15 ár,“ segir Guðrún María Jóhannsdóttir, formaður Sjóstangveiðifélags Akureyrar, og hlær er Morgunblaðið spyr um innanfélagsmót félagsins sem fram fór 10. apríl síðastliðinn.

Mótið var haldið heldur fyrr en tíðkast hefur útskýrir hún. „Fiskurinn sem gengur hingað inn var bara ekki kominn. Við höfum verið að prófa okkur áfram með að breyta tímasetningunni til að auka þátttöku og reyndum núna páskahelgina.“

Guðrún María segir veður hafa verið gott og mikil gleði meðal þátttakenda og annarra viðstaddra. Kári Marteinsson sigraði í karlaflokki með 42 kíló og Sóldís María Sigfúsdóttir í kvennaflokki með 37 kíló.

mbl.is/Þorgeir

Þokkaleg þátttaka var þrátt fyrir að aflinn hefði mátt vera betri. mbl.is/Þorgeir

mbl.is/Þorgeir

Létt var yfir þátttakendum á sjóstangveiðimóti Sjóstangveiðifélags Akureyrar mbl.is/Þorgeir