6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Fjórðungur fær sér eina með öllu

Skyldulesning

Þessi fær sér remúlaði ofan á.

Þessi fær sér remúlaði ofan á.

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Landsmenn halda fast í hefðirnar þegar kemur að pylsuáti en nær fjórðungur fær sér helst eina með öllu. Tómatsósa og steiktur laukur eru vinsælasta meðlætið en skiptar skoðanir eru á því hvort remúlaðið eigi að vera undir eða ofan á pylsunni. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 23.-28. júlí.

Þátttakendur voru 951, 18 ára og eldri.

Klassíska meðlætið reyndist ofarlega í huga landsmanna en alls kvaðst 91% þeirra sem tóku afstöðu vanalega fá sér tómatsósu með pylsu í pylsubrauði, 85% kváðust fá sér steiktan lauk, 74% pylsusinnep, 66% remúlaði og 60% hráan lauk.

Öllu færri kváðust helst fá sér meðlæti sem kalla mætti óhefðbundið með pylsunni en 18% kváðust fá sér sætt sinnep / gult sinnep, 7% kartöflusalat og 17% tilgreindu eitthvað annað og öllu óhefðbundnara meðlæti.

Hægt er að skoða nánari niðurstöður hér.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir