-2 C
Grindavik
20. janúar, 2021

Fjórir handteknir í umfangsmiklum aðgerðum

Skyldulesning

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók rétt í þessu fjóra menn í íbúð í Fossvoginum. Leitað var að einum manni sem er grunaður um innbrot í sama hverfi í nótt en þrír aðrir voru í sömu íbúð þegar lögreglu bar að.

Lögregla segir ekki ljóst hvort þrímenningarnir tengjast innbrotunum.

Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns bárust lögreglu þrjár tilkynningar í morgun um innbrot í Fossvoginum.

Grunur lögreglu beindist strax að einum manni og var hans leitað í dag.

Umfangsmiklar aðgerðir áttu sér svo stað í sama hverfi þegar maðurinn fannst og þrír til viðbótar. 

Jóhann segir ekki ljóst hvort þrímenningunum verður haldið en maðurinn sem leitað var að verður yfirheyrður þegar hann verður í ástandi til.

Innlendar Fréttir