2.8 C
Reykjavik
Laugardagur 1 apríl 2023

Fjórir hundar urðu manni að bana – DV

Related stories

spot_img

Á miðvikudag í síðustu viku urðu fjórir hundar manni að bana í Jurupa í Riverside sýslu í Kaliforníu. Þetta voru þrír Belgian Malinois og einn Cane Corso. Maðurinn var við störf í húsi einu þegar hundarnir réðust á hann að sögn dýraeftirlits sýslunnar. Maðurinn var um þrítugt.

Lögreglumenn komu á vettvang klukkan 07.30 eftir að hringt hafði verið í neyðarlínuna og tilkynnt um öskur í húsinu.

Í kjölfar atburðarins afhenti eigandi hundanna dýraeftirlitinu þá og bað um að þeim yrði lógað.

Fórnarlambið hafði áður komið í húsið án þess að til nokkurra vandræða kæmi varðandi hundana.

Nágrannar sögðu að hundarnir hafi oft verið lausir í kringum húsið og hafi verið hættulegir. Hafi fólk óttast þá.

Nýjast

spot_img