7.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Fjórir leikir Zidane til að bjarga starfinu – Pochettino bíður og vonar

Skyldulesning

Í B-riðli Meistaradeildarinnar tók Shaktar Donetsk á móti Real Madrid í gær. Fyrsta mark leiksins kom á 57. mínútu. Þar var að verki Dentinho í liði Shaktar Donetsk. Manor Solomon innsiglaði 2-0 sigur heimamanna með marki á 82. mínútu.

Bæði lið eiga enn möguleika á sæti í 16-liða úrslitum en að auki eiga Inter og Borussia Mönchengladbach möguleika á að komast áfram í síðustu umferðinni.

Inter mætir þá Shaktar en Borussia Mönchengladbach mætir Real Madrid og ef illa fer þarf Zinedine Zidane stjóri Real Madrid líklega að finna sér nýja vinnu.

AS á Spáni segir að Zidane fái fjóra leiki til að bjarga starfi sínu en gengið í La Liga hefur einnig verið slakt.

Þar segir að félagið sé búið að ákveða að ráða Mauricio Pochettino til starfa ef illa fer hjá Zidane. Pochettino hefur verið atvinnulaus í rúmt ár eftir að hafa verið rekinn frá Tottenham.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir