Fjórir safnaðarmeðlimir sultu til bana eftir að hafa „fastað til að hitta Jesú“ – DV

0
70

Keníska lögreglan leitar nú að Makenzie Nthenge, presti hjá Good News International kirkjunni, vegna andláts fjögurra safnaðarmeðlima sem sultu til bana. Ellefu voru fluttir á sjúkrahús, illa á sig komnir eftir langa föstu. Fólkið fannst inni í skógi einum. Það var Nthenge sem sagði fólkinu að svelta sig til að „hitta Jesú“ og þar með komast hratt til himna.

Lögreglunni barst ábending um að fólkið væri að svelta sig í hel í skóginum. Á vettvangi fann lögreglan 15 manns en aðeins 11 komust lifandi á sjúkrahús.

Í skóginum fann lögreglan grunna fjöldagröf þar sem að minnsta kosti 31 fylgjandi Nthenge er grafinn.