8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Fjórir veitingastaðir fengu tiltal

Skyldulesning

Fjórir veitingastaðir í miðborg Reykjavíkur fengu tiltal frá lögreglu í gær þar sem bent var á hvað mætti gera betur. Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu heimsóttu á annan tug veitingahúsa en flestir staðirnir voru til fyrirmyndar hvað varðar sóttvarnir.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu.  

Á níunda tímanum í gærkvöld voru afskipti höfð af manni í Breiðholti vegna framleiðslu áfengis. Hann játaði brotið og sýndi lögreglumönnum tæki og framleiðslu. Lögreglumenn lögðu hald á búnaðinn og ætlað áfengi fyrir rannsókn máls.

Eitt innbrot var tilkynnt síðdegis í gær og þrjú í nótt, eitt í bíl, annað í bílageymslu og tvö í verslun. Í einu tilfellinu tóku öryggisverðir tvo menn höndum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir