3 C
Grindavik
1. mars, 2021

Fjórir vilja eignast varðskipið Ægi

Skyldulesning

Fjögur fyrirtæki gáfu sig fram þegar Ríkiskaup óskuðu eftir tilboðum og góðum hugmyndum um nýtingu varðskipsins Ægis sem til stendur að selja.

Meðal bjóðenda er verslunin Bræðurnir Eyjólfsson á Flateyri en aðstandendur verslunarinnar vinna að því að koma upp snjóflóðasafni.

Varðskipið Ægir er ekki lengur í notkun og vill ríkið selja það. Þeir sem lögðu inn tilboð, auk Flateyringa, eru Palsson ehf. og PSP ehf., bæði skráð í Kópavogi, og TC Offshore ehf. í Reykjanesbæ. Ríkiskaup upplýsa ekki á þessari stundu hvaða hugmyndir bjóðendur kynntu, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Innlendar Fréttir