4 C
Grindavik
7. mars, 2021

Fjöru­tíu ár liðin frá and­láti Johns Lennon

Skyldulesning

Erlent

John Lennon og Yoko Ono árið 1980.
John Lennon og Yoko Ono árið 1980.
Getty

Fjörutíu ár eru í dag liðin frá því John Lennon var myrtur fyrir utan heimili sitt í New York í Bandaríkjunum. Hann hefur því verið látinn jafn lengi og hann lifði en hann varð fertugur hinn 9. október 1980.

Bítillinn fyrrverandi var að koma heim til sín að kveldi hins 8. desember það ár með eiginkonu sinni Yoko Ono þegar hann var skotinn þremur skotum í bakið.

Lögreglumenn voru fljótir á staðinn og töldu ekki hægt að bíða eftir sjúkrabíl og óku honum á sjúkrahús þar sem hann var fljótlega úrskurðaður látinn.

John og Yoko höfðu nýlega gefið út plötuna Double Fantasy og voru að vinna að annarri plötu og höfðu verið að vinna að henni í hljóðveri áður en þau komu heim þetta afdrifaríka kvöld.

Ringo Starr félagi Lennons í The Beatles óskar þess á Facebook í dag að allar útvarpsstöðvar heimsins spili Strawberyy Fileds Forever með Lennon og hinum Bítlunum í tilefni dagsins.

Tuesday, 8 December 1980 we all had to say goodbye to John peace and love John. I m asking Every music radio station in the world sometime today play Strawberry Fields Forever. Peace and love.

Posted by Ringo Starr on Monday, 7 December 2020Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir