Þær eru margar stjörnurnar sem hafa horfið úr sviðsljósinu af ýmsum ástæðum. Sumar þeirra geta sjálfum sér um kennt, aðrar voru fórnarlömb aðstæðna og enn aðrar tóku einfaldlega rangar ákvarðanir.
Sjá: Stjörnunar sem Hollywood hafnaði – Ólíkar ástæður sendu stórleikara á svarta listann
Roseann Barr á hátindi frægðarinnar og svo aftur 2018, fyrir færslurnar sem eyðilögðu feril hennar. Roseanne Barr
Roseanne varð heimsþekkt fyrir leik í samnefndri leikinni gamanþáttaseríu sem gekk í níu ár, frá 1988 til 1997. Árið 2018 var ákveðið að fara að stað með framhald af seríunni og fylgjast með hvar fjölskyldan væri stödd ríflega áratug síðar.
Roseanne Barr var þá þegar orðin umdeild vegna einarðs stuðnings við Trump en aðeins örfáum dögum fyrir frumsýningu fyrsta þáttarins í framhaldsseríunni setti Roseanne afar ósmekklegan brandara á samfélagsmiðla. Var þar ekki betur að sjá en að hún líkti einum nánasta samstarfsmanni Barcak Obama, Valerie Jarrett, við apa.
Viðbrögðin voru vægast sagt neikvæð og ABC sjónvarpsstöðin rak Roseanne aðeins örfáum klukkustundum eftir að færslan birtist. Roseanne baðst afsökunar, kenndi um svefnlyfjum, en án árangurs. Ákveðið var að að halda áfram með sjónvarpsþættina en án aðalleikkonunnar.
Síðast fréttist af Roseanne Barr búandi í kjallara móður sinnar, gjaldþrota og skuldugri upp fyrir eyru.
Katherin Heigl Katherine Heigl
Katherine Heigl öðlaðist fyrst heimfrægð í sjónvarpsþáttunum Grey’s Anatomy og þaðan lá leiðin yfir í kvikmyndir. Svo virtist sem ný drottning rómantískra gamanmynda væri stigin fram eftir myndir á við Knocked Up og 27 Dresses en ferill hennar varð skammlífur.
Heigl þótt afar erfið í samstarfi, var ókurteis við samstarfsfólk, gerði óheyrilegar kröfur, tók frekjuköst í miðjum tökum, mætti jafnvel ekki á sett og talaði illa um samstarfsfólk sitt í viðtölum.
Svo fór að ekki nokkur sála vildi vinna með Heigl og hún hvarf úr sviðsljósinu.
Nefið fór með feril Jennifer Grey Jennifer Grey
Jennifer Grey sló rækilega í gegn í myndum á við Ferris Bueller’s Day Off og sem hin ógleymanlega Baby í Dirty Dancing á níunda áratug síðustu aldar. Hún var einnig trúlofuð Johnny Depp á tímabili.
En Jennifer var aldrei sátt við einkennandi nefið á sér og snemma á tíunda áratugnum ákvað hún að láta laga það. En eins og Grey orðaði það sjálf síðar, þá gekk hún inn til lýtalæknisins sem stjarna og kom út sem kona sem enginn þekkti.
Bara enn annar sætur kvenmaður í Hollywood.
Nefsvipur Grey hafði verið það einkennandi að hún var sem önnur manneskja eftir aðgerðina. Tilboð um hlutverk hurfu og þótt að Grey komi fram í einstaka hlutverkum í dag, þekkja hana fæstir í sjón.
Grey segir að um stærstu mistök lífs síns hafi verið að ræða. Og lái henni enginn.
Sagt er að Hitchcock hafi eyðilagt ferið Tippi Hedren viljandi þegar hún synjaði áreitni hans. Tippi Hedren
Tippi Hedren var uppáhaldsleikkona kvikmyndaleikstjórans Alfred Hitchcock. Hún er kannski enn þekktari fyrir að vera móðir leikkonunnar Melanie Griffith.
Hitchcock mun hafa haft Tippi á heilanum og áreitt hana stöðugt við tökur. Tippi tók áreitninni illa og varð Hitchcock svo móðgaður að sagt er að hann hafi komið í veg fyrir Óskarsverðlaunatilnefningu hennar, það valdamikill var Hitchcock í Hollywood.
Hann sá einnig til þess að henni voru engin hlutverk boðin og smám saman gleymdist þessi stórleikkona, allt vegna óvelkominnar áreitni eins áhrifamanns í kvikmyndaiðnaðinum.
Cee-Lo Green Cee–Lo Green
Cee–Lo Green var heimsfrægur fyrir plötu sína F**K You árið 2010. Platan seldist í bílförmum, Cee–Lo var bókaður í tónleikaferðir næstu árin og var meðal annars dómari í sjónvarpsþættinum The Voice.
En það átti allt eftir að breytast.
Fyrst byrjað Cee–Lo að setja á samfélagsmiðla alls kyns niðurlægjandi ummæli um konur og smám saman stigu sífellt fleiri konur fram og sökuðu hann um kynferðislega áreitni. Hann var þegar rekinn úr The Voice, plötufyrirtæki hans rifti samning við hann og tónleikahaldarar sömuleiðis og útvarpsstöðvar hættu að spila tónlist hans.
Ekki hefur heyrst píp frá Cee-Lo síðan.