flekkott-freyja-verdur-malud-i-sumar

Flekkótt Freyja verður máluð í sumar

Viðstaddir ráku upp stór augu þegar hið nýja varðskip Íslendinga, Freyja, kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Siglufirði 6. nóvember síðastliðinn.

Grá málningin hafði flagnað af á stórum svæðum á heimsiglingunni og fyrri litur, sá blái, komið í ljós. Ljóst var að mikið hafði farið úrskeiðis þegar skipið var málað úti í Hollandi.

Freyja hefur því verið flekkótt við gæslustörfin undanfarna mánuði.

„Til stendur að mála Freyju í sumar og er unnið að gerð útboðsgagna. Ekki liggur fyrir hvar skipið verður málað en verkið verður boðið út á evrópska efnahagssvæðinu.

Seljandi skipsins verður krafinn um greiðslu kostnaðar við málningu skipsins þar sem um augljós mistök af hans hálfu er að ræða,“ sagði Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar aðspurður. 


Posted

in

,

by

Tags: