-2 C
Grindavik
25. janúar, 2021

Flestu má kenna covid

Skyldulesning

Flest er nú hægt að kenna covid. Ef maður rekur við þá er það covid að kenna. Ömurlegri eru þó ummæli framkvæmdarstjóra Veitna um að „lít­il von hafi verið á viðlíka kuldakasti og því sem vænt­an­legt er næstu daga“. Það þarf ekki annað en líta eitt ár aftur í tímann, upp á dag, til að sjá slíkt kuldakast á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta eru fátæklegar afsakanir framkvæmdastjórans. Staðreyndin er einföld. Samfara fordæmalausri fjölgun húsnæðis hefur nú um nokkurra ára skeið hefur verið alger stöðnun í orkuöflun Veitna, sem leiðir af sér skort við minnsta frávik í veðri. Það er ekki eins og einhver fimbulkuldi eigi sér stað þessa dagana, hér á sv horni landsins. Hvernig færu Veitur að ef mikla kuldatíð gerði, svo vikum skiptir?  Það er þó eitt sem allir virðast sammála um, nema forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur, að búast má við kaldari vetrum á næstu áratugum. Loftlagsglóparnir segja það fylgifisk hlýnunar jarðar, en raunsæisfólk horfir á hitamælinn sinn og sér hvert stefnir.


Innlendar Fréttir