Flóttafólk á götunni, brottvísunarbúðir eða lög um umborna dvöl og samfélagslega ábyrgð við móttöku flóttafólks?

0
53

Það er áhyggju­efni að harð­línu­stefn­an í Dan­mörku sé að verða helsta fyr­ir­mynd ís­lenskra stjórn­valda í stað þess að líta til ann­ara ESB landa sem hafa sett lög og regl­ur um um­borna dvöl sem eru mun lausnamið­ari, upp­byggi­legri og mann­úð­legri en að senda fólk á göt­una eða í brott­vís­un­ar­búð­ir.

6. september 2023 · 11:59

Mynd: Aðsend Núna er hópur fólks af erlendum uppruna allslaus á götunni. Um er að ræða einstaklinga sem voru skilgreindir sem umsækjendur um alþjóðlega vernd en eru núna skilgreindir sem útlendingar skv. lögum um útlendinga – nánar tiltekið útlendingar í ólöglegri dvöl þar sem umborin dvöl (e. tolerated stay) á eingöngu við á meðan á umsóknarferli um alþjóðlega vernd stendur skv. dómsmálaráðuneytinu.

„Valkostir“ þeirra sem fá endanlega synjun umsóknar um alþjóðlega vernd Ástæðan fyrir því að „þessir útlendingar“ eru „ólöglegir“ í landinu er sú að þau hafa neitað að fara úr landi eftir endanlega synjun umsóknar þeirra um alþjóðlega vernd. Það hafa þau gert þrátt fyrir efnahagslega hvata sem fela í sér stuðning áfram hérlendis eftir atvikum, heimfararstyrk og „styrk til enduraðlögunar“ í upprunalandinu. Þessi stuðningur stendur þó eingöngu þeim til boða sem skrifa undir skjal þess efnis að þau fari sjálfviljug úr landi. Þau sem neita að skrifa undir skjalið eru sett á götuna og svipt öllum rétti til húsnæðis- og framfærsluaðstoðar. Það var örugglega von stjórnvalda að það mundi duga til að „útlendingarnir“ áttuðu sig á hvað þeim er fyrir bestu – þ.e. að yfirgefa landið.

Umborin dvöl og ástæður hennar  Sá hópur, sem hins vegar „velur“ að neita og vill hvergi fara, gerir það ekki að ástæðulausu. Hópurinn samanstendur fyrst og fremst af fólki sem hefur dvalið hérlendis í nokkur ár eftir að hafa fengið synjun. Ástæðan er sú að að einhverra hluta vegna hefur, um stundarsakir, ekki verið fýsileg eða möguleg með aðstoð yfirvalda að brottvísa þeim til síns heimaríkis í samræmi við viðmið alþjóðalaga. Hugtakið „umborin dvöl“ er notað til að lýsa þessum aðstæðum eða hlutskipti fólksins sem er í þessari stöðu. 

Ástæðurnar fyrir umbornu dvölinni eru einkum þær að móttökuríki sbr. Ísland hefur ekki stjórnmálasamband við heimaríki flóttamannsins/konunnar og þ.a.l. er ekki mögulegt að færa þau með lögregluvaldi til upprunalandsins. Einnig gerist að heimaríkið neitar að taka á móti fólkinu (aftur) eða þau er ekki með skilríki. Í sumum tilvikum þar sem vísa á fólki á brott kalla íslensk stjórnvöld eftir aðstoð IOM (International Organisation for Migration) sem þau hafa samning við um aðstoð eftir þörfum við að koma flóttafólki til eða frá Íslandi. Það virðist hafa komið upp dæmi þar sem IOM hafi metið það of hættulegt fyrir fólkið að snúa aftur til upprunaríkisins og því hafnað að veita aðstoð við brottflutning.

Hvernig er mögulegt fyrir stjórnvöld að fara í kringum slíkar hindranir við brottvísun? Það lítur út fyrir að það sé gert með því að skapa umrædda hvata eða í raun þvinga fólk til að fara á eigin vegum „af sjálfsdáðum“ til landa sem íslensk yfirvöld hafa ekki stjórnmálasamband við eða ríki sem hugsanlega vill ekki taka við fólki sem hefur flúið eða setur það í varðhald án dóms og laga við endurkomuna. 

Grundvallarregla um vernd flóttafólks – bann við endursendingu  Íslensk stjórnvöld bjóða hins vegar fram fyrrnefnda aðstoð við að senda þau í gin ljónsins auk þess sem þau aðstoða við að útvega ferðaskilríki. Frá þessum sjónarhóli virðast stjórnvöld vera að firra sig ábyrgð á því að hafa vísað nauðstöddum á brott sem felur mögulega í sér brot á grundvallarreglunni um vernd flóttafólks. Sú meginregla bannar endursendingu til ríkis þar sem sterkar líkur eru á því að lífi einstaklingsins eða frelsi sé ógnað vegna kynþáttar viðkomandi, þjóðernis, trúarbragða, aðildar að sérstökum þjóðfélagshópi (sbr. hinsegin fólk) eða stjórnmálaskoðana eða vegna annarra þátta sem geta ógnað öryggi og lífi fólks. 

Lagalegt tómarúm og „ólöglegir útlendingar“ útlagar samtímans?  Þetta er veruleikinn sem blasir við hinu bágstadda fólki sem er hérlendis statt og víða annars staðar í umborinn dvöl sem nú er skilgreind sem ólögleg dvöl af íslenskum stjórnvöldum. Í raun má segja að það sé bókstaflegt réttnefni enda vantar lagalegan ramma utan um aðstæður og réttindi fólks í þessari stöðu. Þrátt fyrir það neitar dómsmálaráðuneytið þeirri fullyrðingu, sem er sett fram með rökstuddum hætti í skýrslu Rauða krossins, að lagalegt tómarúm ríki í málum þessa hóps. Þvert á móti er því haldið fram að lögin séu skýr, endanleg og tæmandi. Í kjölfarið er orðinn til nýr hópur heimilislauss fólks á Íslandi sem hefur hvorki til hnífs né skeiðar, hefur ekki tök á að vinna fyrir sinni framfærslu nema með ólöglegum hætti og getur heldur ekki nýtt sér aðstoð flestra ef ekki allra hjálparsamtaka vegna þess að þau eru kennitölulaus og þar með réttlaus. Nútíma útgáfa útlagans til forna. 

Flóttafólk á götunni í fréttum og umræðunni – framtíðarstefnan Varað var við þessum afleiðingum laganna í umræðum á Alþingi. Von og trú stjórnvalda virðist hins vegar vegar hafa verið sú að fólk myndi láta sér segjast og vegna þrýstings, hjálparleysis og örbirgðar hverfa einhvern veginn á brott á endanum. Þessi viðleitni endurspeglar takmarkaðan skilning á fólki á flótta og þeim erfiðu ástæðunum sem liggja að baki  hlutskipti þeirra.  

Mikil umræða hefur orðið um málið sbr. þessi grein, ágreiningur hefur skapast milli ríkisstjórnar og samband íslenskra sveitarfélaga, lögfræðingum kemur ekki saman um hvernig túlka beri lögin og 28 félagasamtök hafa ályktað um stöðu mála. Afdrif „útlendinganna-útlaganna“ á Íslandi hefur jafnframt ratað í erlenda fjölmiðla sbr. þessi frétt sem birt var í öðru stærsta dagblaði Spánar. Þar er m.a. vitnað í orð dómsmálaráðherra um að koma upp „lokuðu búsetuúrræði“ hérlendis sem eflaust sækir í danska fyrirmynd. Þar í landi geta umsækjendur um alþjóðlega vernd fengið atvinnuleyfi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þ.m.t. því að hafa verið í umsóknarferli um alþjóðlega vernd í hálft ár eða meira og með því að skuldbinda sig til að vinna með yfirvöldum að eigin brottför ef og þegar til synjunar umsóknar kemur. Ef ekki er mögulegt að vísa fólki í burtu eða þá að það neiti samvinnu er það flutt í brottvísunarbúðir. Rannsókn sem var gerð í Danmörku bendir hins vegar á þá óþægilegu staðreynd að þau sem hafa verið flutt í slíkar búðir halda flest til í búðunum ár eftir ár eða stinga af og fara í felur. Fæstir fara aftur til upprunalandsins. 

Íslensk stjórnvöld virðast engu síður ætla sér að feta í fótspor Dana. Svíþjóð sem talið hefur verið til fyrirmyndar við móttöku flóttafólks er einnig að stefna í sömu átt og Danmörk. Þar í landi er hægrisinnuð stjórn við völd sem er varin vantrausti af flokki þjóðernissinna. Sænska ríkisstjórnin hefur m.a. á stefnuskránni að afturkalla rétt umsækjenda um alþjóðlega vernd til að vinna og ef umsókn er hafnað, rétti þeirra til að sækja um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu eins og áður var og fara þannig á milli kerfa eins og margir hérlendis hafa kallað eftir. Þess í stað á að brottvísa fólki og ef það er ekki mögulegt þá er hugmyndin að þau séu flutt í brottvísunarbúðir eins og í Danmörku.  

Bæði Danmörk og Svíþjóð eru ríki þar sem mannúð og velferð hefur verið í hávegum höfð en þau eiga það jafnframt sameiginlegt að hafa verið einsleit ríki eins og öll hin Norðurlöndin. Hvernig tekist er á við komu, gagnkvæma aðlögun og inngildingu fólks af mismunandi uppruna er því verkefni sem norræn stjórnvöld hafa ekki mikla reynslu af ólíkt stjórnvöldum í Kanada sem er og hefur verið fjölmenningarríki frá stofnun. Það er því áhyggjuefni að stefna Norðurlandanna sé að verða meira útilokandi. Það er einnig áhyggjuefni að harðlínustefnan í Danmörku sé að verða helsta fyrirmynd íslenskra stjórnvalda í stað þess að líta til annara ESB landa sem hafa sett lög og reglur um umborna dvöl (e. tolerated stay permit) sem eru mun lausnamiðari, uppbyggilegri og mannúðlegri en að senda fólk á götuna eða í brottvísunarbúðir. 

Valkostirnir: ólögleg dvöl þar sem flóttafólk endar á götunni, brottvísunarbúðir eða mannúðlegri nálgun byggð á lögum og reglum um umborna dvöl  Lög eða reglur um umborna dvöl er í raun í raun viðbót við þá verndarflokka sem hafa verið til staðar, þ.e. alþjóðleg vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Aðstoðin og réttindin sem fólk nýtur í umborinn dvöl er takmarkaðri miðað við hina tvo flokkana og hefur leiðin verið gagnrýnd fyrir að koma í stað veitingar dvalarleyfa á grundvalli mannúðarsjónarmiða. Mörg ríki ESB hafa hinsvegar ákveðið að fara þessa leið undanfarin ár samhliða auknum fjölda flóttafólks. 

Sem dæmi veitir Pólland leyfi til umborinnar dvalar sem felur í sér rétt til atvinnuþátttöku. Eftir samfellda 10 ár umborna dvöl geta viðkomandi einstaklingar sótt um varanlega búsetu og ríkisborgararétt eftir 5 ár til viðbótar eða eftir samfellda 15 ára dvöl í landinu. 

Í Ungverjalandi er umborin dvöl samþykkt ef talið er að brottvísun mundi á einhvern hátt fela í sér brot á banni við endursendingu. Einstaklingar í umborinn dvöl geta sótt um sérstök atvinnuleyfi og fengið dvalarleyfi eftir samfellda 11 ára dvöl í landinu. 

Í Bretlandi eru ákveðin viðmið sem eru notuð til að heimila umborna dvöl. Viðmiðin lúta að vernd gegn pyntingum, virðingu fyrir einka- og fjölskyldulífi, hugsunar- eða tjáningarfrelsi, samvisku- og trúfrelsi. Sem dæmi gætu fórnarlömb mansals hugsanlega fengið leyfi fyrir umborna völd þar sem litið er í auknum mæli á mansal sem pyntingar. Sjá sem dæmi skýrslu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Hins vegar er atvinnuþátttöku þeirra sem eru í umborinni dvöl í Bretlandi verulega takmörkuð sem ýtir undir hættu á misnotkun og glæpastarfsemi. 

Þýskaland er hugsanlega með mesta metnaðinn þegar kemur að því að finna uppbyggilega lausn á bráðum vanda. Þar er lagalegur rammi sem snýr að umborinni dvöl og að gefnum ákveðnum skilyrðum er mögulegt að vera í umborinni dvöl m.a. á meðan á atvinnutengdu námi stendur (e. vocational training programme). Árið 2020 var síðan kynnt til sögunnar breyting sem gerir einstaklingum í umborinni dvöl kleift að sækja um að óska eftir og fá dvalarleyfi innan 18 mánaða frá umsóknardegi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þar með er sambandið á milli umborinnar dvalar, atvinnuþátttöku og dvalarleyfis styrkt enda er skortur á vinnandi heilum og höndum í Þýskalandi og víðar. Það ásamt mannúðarsjónarmiðum hefur orðið hvati að breytingum á lögum og reglum sem lúta m.a. að flóttafólki. Meira um umborina dvöl, atvinnuþátttöku og tækifæri til að fá dvalarleyfi er að finna á upplýsingavef þýskra stjórnvalda.  

Það sem þessar mismunandi útgáfur af umborinni dvöl eiga sameiginlegt er í raun að vera verndarflokkur sem felur í sér mun takmarkaðri réttindi en alþjóðleg vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum sem fyrr segir. Til dæmis þá getur einstaklingur í umborinn dvöl ekki sótt um fjölskyldusameiningu. Sjá nánar hér. Hins vegar fá sömu einstaklingar vanalega aukin tækifæri til atvinnuþátttöku og varanlegrar búsetu þó með mismiklum hætti sé sem er annað hlutskipti en að vera neyddur á götuna eða til mannskemmandi aðgerðarleysis í brottvísunarbúðum. 

Val íslenskra stjórnvalda – mannúðleg nálgun og samfélagsleg ábyrgð við móttöku flóttafólks  Það er vonandi að íslensk stjórnvöld fylgi frekar í fótspor þeirra sem reyna eftir bestu getu að halda í mannúðlega nálgun eins og fjöldi ESB landa og fagni frekar fjölbreytileikanum og aðlagi kerfin sín að honum eins og Kanada. 

Þar hefur síðan 1978 verið innleitt móttökukerfi fyrir flóttafólk sem er í anda samfélagslegrar ábyrgðar. Það eru því ekki eingöngu ríki og sveitarfélög, sem bera ábyrgð á móttöku flóttafólks, heldur taka félagasamtök, átthagafélög, fyrirtæki, verkalýðsfélög og aðrir hópar þátt í móttöku flóttafólks með skipulögðum og kerfisbundnum hætti á grundvelli laga og reglna sem gilda um kerfið í heild. Kanadíska leiðin hefur verið kölluð Community-Sponsorship Program á ensku og Bakhjarlar Flóttafólks á íslensku en Amnestry International á Íslandi og víðar hefur verið að kalla eftir innleiðingu leiðarinnar m.a. hérlendis. 

Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur einnig hvatt önnur ríki til að taka upp svipað móttökukerfi fyrir flóttafólk og hafa mismunandi útgáfur af kanadísku leiðinni verið innleiddar síðan 2013 í nokkrum löndum Evrópu. Auk þess hefur fýsileikakönnun verið gerð á öllum Norðurlöndunum að Noregi undanskildum en það stendur til að gera könnun þar. Jafnframt er verið að innleiða tilraunaverkefni í Finnlandi og Svíþjóð en kanadíska leiðin endurspeglar einnig hvernig kerfin, ekki síst á Norðurlöndunum, þurfa að aðlaga sig að breyttum heimi á mannúðlegan, lausnamiðaðan, uppbyggilegan og samstilltan hátt í stað þess að reyna einstrengingslega og eftir fremsta megni að vísa fólki kaldranalega í burtu og loka landamærum eins og verið hefur gert tímabundið. Það er lag núna þegar unnið er að stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks á vegum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. 

Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur, sérfræðingur í jafnréttis- og flóttamannamálum og sendifulltrúi Rauða krossins. 

Kjósa

2

Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir Mest lesið

1

Bráð­hress með fjórða stigs sortuæxli

„Ég geri þetta lif­andi, held ég,“ seg­ir Sig­ur­björn Árni Arn­gríms­son, skóla­meist­ari á Laug­um, íþrótta­lýs­andi og bóndi, sem lýsti ný­ver­ið sínu 42. stór­móti í frjáls­um íþrótt­um. Fjórða stigs sortuæxli aftr­ar hon­um ekki í dag­leg­um störf­um og fagn­aði hann fimm­tugsaf­mæl­inu á hest­baki á fjöll­um við smala­mennsku með fjöl­skyld­unni.

2

Ólafur Páll JónssonAl­veg í rugl­inu

Ólaf­ur Páll Jóns­son heim­spek­ing­ur seg­ir eng­ann orku­skort á Ís­landi held­ur að hér á landi sé „yf­ir­gengi­lega bruðl­að með orku“.

3

Vaðla­heið­ar­göng töp­uðu 1,3 millj­örð­um króna og ferð­in kom­in í 1.650 krón­ur

Rík­ið breytti fimm millj­örð­um króna af skuld Vaðla­heið­ar­ganga við sig í hluta­fé í fyrra og á nú 93 pró­sent í fé­lag­inu, sem átti að vera einkafram­kvæmd. Þá lengdi það í lán­um Vaðla­heið­ar­ganga til árs­ins 2057. Sölu­tekj­ur fé­lags­ins juk­ust um tæp sjö pró­sent milli 2021 og 2022, eða um 40 millj­ón­ir króna.

4

Sif SigmarsdóttirEng­inn verð­ur rík­ur upp á eig­in spýt­ur

Hlut­deild í afrakstri fram­taks­sams fólks ligg­ur til grund­vall­ar giftu­sam­legu sam­fé­lagi. En skatt­greiðsl­urn­ar eru einnig for­senda þess að fræ sama fram­taks­sama fólks fái að bera ávöxt.

5

Sagð­ist hata for­stjór­ann sem hann átti í ólög­legu sam­ráði við

„Það er svona hat­ur meira held­ur en eitt­hvað ann­að sko,“ sagði Gylfi Sig­fús­son, þá­ver­andi for­stjóri Eim­skips þeg­ar Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið spurði hann um tengsl hans við Ás­björn Gísla­son, þá­ver­andi for­stjóra Sam­skipa. Samt höfðu þeir fé­lag­ar spil­að sam­an golf, veitt, far­ið í skemmti­ferð­ir til út­landa og Gylfi jafn­vel „man­að“ Ás­björn til þess að mæta á fjöltefli. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið lagði hæstu sekt sína frá upp­hafi á Sam­skip í gær vegna ólög­mæts sam­ráðs fyr­ir­tækj­anna tveggja.

6

Út­gerð­ar­menn loks tengd­ir sjálf­um sér

Um­tals­verð­ar breyt­ing­ar eru fyr­ir­sjá­an­leg­ar á eign­ar­haldi stórra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, sam­kvæmt til­lög­um starfs­hóps­ins Auð­lind­in okk­ar. Herða á og skýra regl­ur um há­marks­kvóta­eign og tengda að­ila. Sam­herji þarf að minnka hlut sinn og yf­ir­ráð yf­ir Síld­ar­vinnsl­unni í Nes­kaup­stað veru­lega frá því sem ver­ið hef­ur. Það gæti Guð­mund­ur í Brimi líka þurft að gera við aðra hvora af sín­um út­gerð­um.

7

FréttirSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Til­boð Leós til Tóm­as­ar: „Ég er líka eig­in­lega bara sorg­mædd­ur“

Bæj­ar­full­trú­arn­ir sem störf­uðu með Tóm­asi Ell­ert Tóm­as­syni í meiri­hlut­an­um í Ár­borg segj­ast hafa orð­ið misundr­andi þeg­ar þeir sáu frétt­ir af til­boð­inu sem hann fékk. Eng­inn þeirra fékk við­líka til­boð, frá Leó Árna­syni fjár­festi eða öðr­um.

Mest lesið

1

Bráð­hress með fjórða stigs sortuæxli

„Ég geri þetta lif­andi, held ég,“ seg­ir Sig­ur­björn Árni Arn­gríms­son, skóla­meist­ari á Laug­um, íþrótta­lýs­andi og bóndi, sem lýsti ný­ver­ið sínu 42. stór­móti í frjáls­um íþrótt­um. Fjórða stigs sortuæxli aftr­ar hon­um ekki í dag­leg­um störf­um og fagn­aði hann fimm­tugsaf­mæl­inu á hest­baki á fjöll­um við smala­mennsku með fjöl­skyld­unni.

2

Ólafur Páll JónssonAl­veg í rugl­inu

Ólaf­ur Páll Jóns­son heim­spek­ing­ur seg­ir eng­ann orku­skort á Ís­landi held­ur að hér á landi sé „yf­ir­gengi­lega bruðl­að með orku“.

3

Vaðla­heið­ar­göng töp­uðu 1,3 millj­örð­um króna og ferð­in kom­in í 1.650 krón­ur

Rík­ið breytti fimm millj­örð­um króna af skuld Vaðla­heið­ar­ganga við sig í hluta­fé í fyrra og á nú 93 pró­sent í fé­lag­inu, sem átti að vera einkafram­kvæmd. Þá lengdi það í lán­um Vaðla­heið­ar­ganga til árs­ins 2057. Sölu­tekj­ur fé­lags­ins juk­ust um tæp sjö pró­sent milli 2021 og 2022, eða um 40 millj­ón­ir króna.

4

Sif SigmarsdóttirEng­inn verð­ur rík­ur upp á eig­in spýt­ur

Hlut­deild í afrakstri fram­taks­sams fólks ligg­ur til grund­vall­ar giftu­sam­legu sam­fé­lagi. En skatt­greiðsl­urn­ar eru einnig for­senda þess að fræ sama fram­taks­sama fólks fái að bera ávöxt.

5

Sagð­ist hata for­stjór­ann sem hann átti í ólög­legu sam­ráði við

„Það er svona hat­ur meira held­ur en eitt­hvað ann­að sko,“ sagði Gylfi Sig­fús­son, þá­ver­andi for­stjóri Eim­skips þeg­ar Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið spurði hann um tengsl hans við Ás­björn Gísla­son, þá­ver­andi for­stjóra Sam­skipa. Samt höfðu þeir fé­lag­ar spil­að sam­an golf, veitt, far­ið í skemmti­ferð­ir til út­landa og Gylfi jafn­vel „man­að“ Ás­björn til þess að mæta á fjöltefli. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið lagði hæstu sekt sína frá upp­hafi á Sam­skip í gær vegna ólög­mæts sam­ráðs fyr­ir­tækj­anna tveggja.

6

Út­gerð­ar­menn loks tengd­ir sjálf­um sér

Um­tals­verð­ar breyt­ing­ar eru fyr­ir­sjá­an­leg­ar á eign­ar­haldi stórra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, sam­kvæmt til­lög­um starfs­hóps­ins Auð­lind­in okk­ar. Herða á og skýra regl­ur um há­marks­kvóta­eign og tengda að­ila. Sam­herji þarf að minnka hlut sinn og yf­ir­ráð yf­ir Síld­ar­vinnsl­unni í Nes­kaup­stað veru­lega frá því sem ver­ið hef­ur. Það gæti Guð­mund­ur í Brimi líka þurft að gera við aðra hvora af sín­um út­gerð­um.

7

FréttirSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Til­boð Leós til Tóm­as­ar: „Ég er líka eig­in­lega bara sorg­mædd­ur“

Bæj­ar­full­trú­arn­ir sem störf­uðu með Tóm­asi Ell­ert Tóm­as­syni í meiri­hlut­an­um í Ár­borg segj­ast hafa orð­ið misundr­andi þeg­ar þeir sáu frétt­ir af til­boð­inu sem hann fékk. Eng­inn þeirra fékk við­líka til­boð, frá Leó Árna­syni fjár­festi eða öðr­um.

8

„Ég átti aldrei von á því að verða kaup­mað­ur“

Jóna Jó­hanna Stein­þórs­dótt­ir er upp­al­in í sveit og um­hug­að um heils­una eft­ir að hafa unn­ið mik­ið með veiku fólki síð­ustu ár. Hún tók ný­ver­ið við rekstri jóla­búð­ar og seg­ist aldrei hafa bú­ist við því að verða kaup­mað­ur.

9

Hat­ursáróð­ur gegn sam­kyn­hneigð­um í sum­ar­búð­un­um

Móð­ir er ósátt eft­ir að starfs­mað­ur sum­ar­búð­anna við Ástjörn sagði dótt­ur henn­ar að sam­kyn­hneigð væri synd. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem for­eldr­ar greina frá slíkri inn­ræt­ingu í sum­ar­búð­un­um. Sum­ar­búð­irn­ar eru rekn­ar af hinum kristi­lega Sjón­ar­hæð­ar­söfn­uði sem tel­ur 35 manns. Sum­ar­búða­stjóri reyndi að forð­ast sam­tal við blaða­mann.

10

Mar­trað­ar­kennt ástand fyr­ir sam­starfs­mann­inn

„Eng­inn vildi þetta. Fyr­ir mig er þetta mar­trað­ar­kennt ástand,“ sagði kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn Micah Garen þar sem hann fylgd­ist með sam­starfs­konu sinni Ana­hitu Baba­ei sem hafði hlekkj­að sig við mast­ur hval­veiði­skips­ins Hvals 9 í Reykja­vík­ur­höfn í morg­un. Garen og Baba­ein komu hing­að til lands til þess að skapa heim­ild­ar­mynd um það hvernig fólk get­ur tek­ið hönd­um sam­an og breytt heim­in­um. Nú er út­lit fyr­ir að mynd­in verði um það hvernig fólk hætt­ir lífi sínu fyr­ir ástand sem aldrei breyt­ist.

Mest lesið í vikunni

1

ViðtalSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Bauð kjörn­um full­trúa fjár­hags­að­stoð í skipt­um fyr­ir póli­tísk­an stuðn­ing

Leó Árna­son, fjár­fest­ir og for­svars­mað­ur fast­eigna­fé­lags­ins Sig­túns á Sel­fossi, gerði bæj­ar­full­trúa til­boð ár­ið 2020. Bæj­ar­full­trú­inn, Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son, átti að beita sér fyr­ir því að sveit­ar­fé­lag­ið hætti við að kaupa hús Lands­bank­ans. Til­boð­ið fól í sér að Sig­tún myndi greiða fyr­ir kosn­inga­bar­áttu Mið­flokks­ins.

2

FréttirHátekjulistinn 2023

„Ég hef aldrei séð pen­inga fyrr“

Skattakóng­ur Vest­fjarða, Súg­firð­ing­ur­inn Þor­steinn H. Guð­björns­son, greiddi 95 millj­ón­ir í skatta á síð­asta ári. Skatt­greiðsl­urn­ar eru til­komn­ar eft­ir sölu á fisk­veiðikvóta en hann neydd­ist Þor­steinn til að selja til að ganga frá erfða­mál­um eft­ir að fað­ir hans dó.

3

Bráð­hress með fjórða stigs sortuæxli

„Ég geri þetta lif­andi, held ég,“ seg­ir Sig­ur­björn Árni Arn­gríms­son, skóla­meist­ari á Laug­um, íþrótta­lýs­andi og bóndi, sem lýsti ný­ver­ið sínu 42. stór­móti í frjáls­um íþrótt­um. Fjórða stigs sortuæxli aftr­ar hon­um ekki í dag­leg­um störf­um og fagn­aði hann fimm­tugsaf­mæl­inu á hest­baki á fjöll­um við smala­mennsku með fjöl­skyld­unni.

4

Ólafur Páll JónssonAl­veg í rugl­inu

Ólaf­ur Páll Jóns­son heim­spek­ing­ur seg­ir eng­ann orku­skort á Ís­landi held­ur að hér á landi sé „yf­ir­gengi­lega bruðl­að með orku“.

5

Vaðla­heið­ar­göng töp­uðu 1,3 millj­örð­um króna og ferð­in kom­in í 1.650 krón­ur

Rík­ið breytti fimm millj­örð­um króna af skuld Vaðla­heið­ar­ganga við sig í hluta­fé í fyrra og á nú 93 pró­sent í fé­lag­inu, sem átti að vera einkafram­kvæmd. Þá lengdi það í lán­um Vaðla­heið­ar­ganga til árs­ins 2057. Sölu­tekj­ur fé­lags­ins juk­ust um tæp sjö pró­sent milli 2021 og 2022, eða um 40 millj­ón­ir króna.

6

Sif SigmarsdóttirEng­inn verð­ur rík­ur upp á eig­in spýt­ur

Hlut­deild í afrakstri fram­taks­sams fólks ligg­ur til grund­vall­ar giftu­sam­legu sam­fé­lagi. En skatt­greiðsl­urn­ar eru einnig for­senda þess að fræ sama fram­taks­sama fólks fái að bera ávöxt.

7

Sagð­ist hata for­stjór­ann sem hann átti í ólög­legu sam­ráði við

„Það er svona hat­ur meira held­ur en eitt­hvað ann­að sko,“ sagði Gylfi Sig­fús­son, þá­ver­andi for­stjóri Eim­skips þeg­ar Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið spurði hann um tengsl hans við Ás­björn Gísla­son, þá­ver­andi for­stjóra Sam­skipa. Samt höfðu þeir fé­lag­ar spil­að sam­an golf, veitt, far­ið í skemmti­ferð­ir til út­landa og Gylfi jafn­vel „man­að“ Ás­björn til þess að mæta á fjöltefli. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið lagði hæstu sekt sína frá upp­hafi á Sam­skip í gær vegna ólög­mæts sam­ráðs fyr­ir­tækj­anna tveggja.

Mest lesið í mánuðinum

1

Það eru all­ir að segja að við sé­um flott­ustu hjón­in

Þau eru ung og ást­fang­in. Giftu sig í fyrra­haust og fóru í lok maí í brúð­kaups­ferð til Vilníus­ar. Rúna Ösp Unn­steins­dótt­ir er með Downs-heil­kenni. Eig­in­mað­ur henn­ar, Ein­ar Marteinn Berg­þórs­son, er greind­ur með ADHD án of­virkni. Þau elska að ferð­ast og dreym­ir um að eign­ast barn.

2

FréttirHátekjulistinn 2023

„Það er ekki alltaf fal­leg saga á bak við pen­ing­ana“

Skatta­drottn­ing Kópa­vogs­bæj­ar á síð­asta ári greiddi 177 millj­ón­ir króna í skatta en seg­ir það ekki hafa kom­ið til af góðu. Eig­in­mað­ur Sig­ur­bjarg­ar Jónu Trausta­dótt­ur, Ág­úst Frið­geirs­son, fékk heila­blóð­fall ár­ið 2021 og neydd­ust hjón­in því til að selja fyr­ir­tæki þau sem hann hafði stofn­að og starf­rækt.

3

Vís­is­fjöl­skyld­an rað­ar sér í efstu sæti tekju­list­ans

Fólk úr fjöl­skyld­unni sem seldi Síld­ar­vinnsl­unni út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­ið Vísi í fyrra rað­ar sér í efstu sex sæt­in yf­ir tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana sam­kvæmt sam­an­tekt Heim­ild­ar­inn­ar.

4

GreiningHátekjulistinn 2023

Sá yngsti erfði jörð og ára­tuga fjöl­skyldu­deil­ur

Þeg­ar Þor­steinn Hjaltested, eig­andi Vatns­enda, lést ár­ið 2018 erfði eldri son­ur hans, þá að­eins sex­tán ára, jörð­ina sam­kvæmt erfða­skrá frá 1938. Magnús Pét­ur Hjaltested, yngsti mað­ur á há­tekju­lista Heim­ild­ar­inn­ar, hafði eng­ar launa­tekj­ur í fyrra og greiddi því hvorki tekju­skatt né út­svar, en var með um 46,5 millj­ón­ir í fjár­magn­s­tekj­ur.

5

ViðtalSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Bauð kjörn­um full­trúa fjár­hags­að­stoð í skipt­um fyr­ir póli­tísk­an stuðn­ing

Leó Árna­son, fjár­fest­ir og for­svars­mað­ur fast­eigna­fé­lags­ins Sig­túns á Sel­fossi, gerði bæj­ar­full­trúa til­boð ár­ið 2020. Bæj­ar­full­trú­inn, Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son, átti að beita sér fyr­ir því að sveit­ar­fé­lag­ið hætti við að kaupa hús Lands­bank­ans. Til­boð­ið fól í sér að Sig­tún myndi greiða fyr­ir kosn­inga­bar­áttu Mið­flokks­ins.

6

FréttirHátekjulistinn 2023

„Ég hef aldrei séð pen­inga fyrr“

Skattakóng­ur Vest­fjarða, Súg­firð­ing­ur­inn Þor­steinn H. Guð­björns­son, greiddi 95 millj­ón­ir í skatta á síð­asta ári. Skatt­greiðsl­urn­ar eru til­komn­ar eft­ir sölu á fisk­veiðikvóta en hann neydd­ist Þor­steinn til að selja til að ganga frá erfða­mál­um eft­ir að fað­ir hans dó.

7

Bráð­hress með fjórða stigs sortuæxli

„Ég geri þetta lif­andi, held ég,“ seg­ir Sig­ur­björn Árni Arn­gríms­son, skóla­meist­ari á Laug­um, íþrótta­lýs­andi og bóndi, sem lýsti ný­ver­ið sínu 42. stór­móti í frjáls­um íþrótt­um. Fjórða stigs sortuæxli aftr­ar hon­um ekki í dag­leg­um störf­um og fagn­aði hann fimm­tugsaf­mæl­inu á hest­baki á fjöll­um við smala­mennsku með fjöl­skyld­unni.

Mest lesið í mánuðinum

1

Það eru all­ir að segja að við sé­um flott­ustu hjón­in

Þau eru ung og ást­fang­in. Giftu sig í fyrra­haust og fóru í lok maí í brúð­kaups­ferð til Vilníus­ar. Rúna Ösp Unn­steins­dótt­ir er með Downs-heil­kenni. Eig­in­mað­ur henn­ar, Ein­ar Marteinn Berg­þórs­son, er greind­ur með ADHD án of­virkni. Þau elska að ferð­ast og dreym­ir um að eign­ast barn.

2

FréttirHátekjulistinn 2023

„Það er ekki alltaf fal­leg saga á bak við pen­ing­ana“

Skatta­drottn­ing Kópa­vogs­bæj­ar á síð­asta ári greiddi 177 millj­ón­ir króna í skatta en seg­ir það ekki hafa kom­ið til af góðu. Eig­in­mað­ur Sig­ur­bjarg­ar Jónu Trausta­dótt­ur, Ág­úst Frið­geirs­son, fékk heila­blóð­fall ár­ið 2021 og neydd­ust hjón­in því til að selja fyr­ir­tæki þau sem hann hafði stofn­að og starf­rækt.

3

Vís­is­fjöl­skyld­an rað­ar sér í efstu sæti tekju­list­ans

Fólk úr fjöl­skyld­unni sem seldi Síld­ar­vinnsl­unni út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­ið Vísi í fyrra rað­ar sér í efstu sex sæt­in yf­ir tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana sam­kvæmt sam­an­tekt Heim­ild­ar­inn­ar.

4

GreiningHátekjulistinn 2023

Sá yngsti erfði jörð og ára­tuga fjöl­skyldu­deil­ur

Þeg­ar Þor­steinn Hjaltested, eig­andi Vatns­enda, lést ár­ið 2018 erfði eldri son­ur hans, þá að­eins sex­tán ára, jörð­ina sam­kvæmt erfða­skrá frá 1938. Magnús Pét­ur Hjaltested, yngsti mað­ur á há­tekju­lista Heim­ild­ar­inn­ar, hafði eng­ar launa­tekj­ur í fyrra og greiddi því hvorki tekju­skatt né út­svar, en var með um 46,5 millj­ón­ir í fjár­magn­s­tekj­ur.

5

ViðtalSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Bauð kjörn­um full­trúa fjár­hags­að­stoð í skipt­um fyr­ir póli­tísk­an stuðn­ing

Leó Árna­son, fjár­fest­ir og for­svars­mað­ur fast­eigna­fé­lags­ins Sig­túns á Sel­fossi, gerði bæj­ar­full­trúa til­boð ár­ið 2020. Bæj­ar­full­trú­inn, Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son, átti að beita sér fyr­ir því að sveit­ar­fé­lag­ið hætti við að kaupa hús Lands­bank­ans. Til­boð­ið fól í sér að Sig­tún myndi greiða fyr­ir kosn­inga­bar­áttu Mið­flokks­ins.

6

FréttirHátekjulistinn 2023

„Ég hef aldrei séð pen­inga fyrr“

Skattakóng­ur Vest­fjarða, Súg­firð­ing­ur­inn Þor­steinn H. Guð­björns­son, greiddi 95 millj­ón­ir í skatta á síð­asta ári. Skatt­greiðsl­urn­ar eru til­komn­ar eft­ir sölu á fisk­veiðikvóta en hann neydd­ist Þor­steinn til að selja til að ganga frá erfða­mál­um eft­ir að fað­ir hans dó.

7

Bráð­hress með fjórða stigs sortuæxli

„Ég geri þetta lif­andi, held ég,“ seg­ir Sig­ur­björn Árni Arn­gríms­son, skóla­meist­ari á Laug­um, íþrótta­lýs­andi og bóndi, sem lýsti ný­ver­ið sínu 42. stór­móti í frjáls­um íþrótt­um. Fjórða stigs sortuæxli aftr­ar hon­um ekki í dag­leg­um störf­um og fagn­aði hann fimm­tugsaf­mæl­inu á hest­baki á fjöll­um við smala­mennsku með fjöl­skyld­unni.

8

Er rétti tím­inn til að fara yf­ir í verð­tryggt lán?

Ef marka má for­spá Seðla­banka Ís­lands verða verð­tryggð hús­næð­is­lán mun hag­stæð­ari í heild­ina en óverð­tryggð lán næstu miss­eri. Þar með er þó ekki öll sag­an sögð.

9

GreiningHátekjulistinn 2023

Lík­leg­ast að verða rík­ur ef þú ert karl, átt­ir í út­gerð, heit­ir Jón og býrð á Nes­inu

Hér er birt­ur listi yf­ir það eina pró­sent Ís­lend­inga sem hafði mest­ar tekj­ur á síð­asta ári. List­inn bygg­ir á grein­ingu Heim­ild­ar­inn­ar á álagn­ing­ar­skrá Skatts­ins sem gerð er að­gengi­leg al­menn­ingi og fjöl­miðl­um í nokkra daga á ári í ág­úst­mán­uði.  Það er ým­is­legt sem vek­ur at­hygli þeg­ar listi sem þessi er skoð­að­ur. Eitt er að hann sýn­ir okk­ur allt aðra mynd en…

10

Þórður Snær JúlíussonÞeg­ar skrímsl­ið er klætt í pels

Ís­lensk stjórn­völd eru far­in að fram­leiða nýja teg­und af heim­il­is­leysi með stefnu sinni í mál­efn­um flótta­fólks. Á sama tíma og at­vinnu­leysi er lít­ið sem ekk­ert og eft­ir­spurn eft­ir fólki er gríð­ar­leg er ver­ið að ýta ákveðn­um hóp­um í neyð í burtu. Til þess að verja þessa ómann­úð­legu stefnu eru not­uð allskyns huggu­leg orð yf­ir hræði­lega hluti.

Nýtt efni

Öl­gerð­in skoð­ar að sækja skaða­bæt­ur – „Reið­arslag fyr­ir ís­lenska neyt­end­ur“

For­stjóri Öl­gerð­ar­inn­ar skoð­ar að sækja skaða­bæt­ur vegna ólög­mæts sam­ráðs Sam­skips og Eim­skipa, og kall­ar sam­ráð­ið svik við ís­lenska neyt­end­ur. Sam­skip var á dög­un­um sekt­að um 4,2 millj­arða vegna þess. Skýrsla Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins hafi af­hjúp­að við­skipta­hætti sem séu Öl­gerð­inni óskilj­an­leg­ir.

Magnea MarinósdóttirFlótta­fólk á göt­unni, brott­vís­un­ar­búð­ir eða lög um um­borna dvöl og sam­fé­lags­lega ábyrgð við mót­töku flótta­fólks?

Það er áhyggju­efni að harð­línu­stefn­an í Dan­mörku sé að verða helsta fyr­ir­mynd ís­lenskra stjórn­valda í stað þess að líta til ann­ara ESB landa sem hafa sett lög og regl­ur um um­borna dvöl sem eru mun lausnamið­ari, upp­byggi­legri og mann­úð­legri en að senda fólk á göt­una eða í brott­vís­un­ar­búð­ir.

Nær djúpri teng­ingu við Ís­land og dreym­ir um að starfa hér sem lækn­ir

Doğuş Kökarttı er 29 ára tyrk­nesk­ur of­ur­ferða­lang­ur, lækn­ir og lista­mað­ur sem dreym­ir um að starfa sem lækn­ir á Ís­landi. Hann féll fyr­ir landi og þjóð þeg­ar hann ferð­að­ist á putt­an­um hring­inn í kring­um Ís­land fyr­ir átta ár­um.

Hafn­ar því að Vina­byggð hafi feng­ið að vera í bíl­stjóra­sæt­inu

Ann­ar eig­enda Vina­byggð­ar ræð­ir skipu­lags­ferl­ið á reit 13 í sam­tali við Heim­ild­ina. Þór­ir Kjart­ans­son seg­ir alrangt að skipu­lags­yf­ir­völd í Kópa­vogi hafi leg­ið flöt fyr­ir vilja fjár­festa, í and­stöðu við hags­muni íbúa. Þvert á móti hafi sam­ráð ver­ið meira en geng­ur og ger­ist. Þór­ir seg­ir að þrjá­tíu ára vinátta hans við Ár­mann Kr. Ólafs­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóra, hafi ekki haft áhrif á fram­gang máls­ins.

Þurfti að vernda stöðu Sam­skipa sem „cash cow“ í kjöl­far veðkalla vegna Kaupþings­bréfa

Ólaf­ur Ólafs­son eign­að­ist Sam­skip á skraut­leg­an hátt á tí­unda ára­tugn­um og varð síð­ar næst stærsti ein­staki eig­andi Kaupþings­banka. Snemma á ár­inu 2008 var hann í mikl­um vand­ræð­um vegna veðkalla sem leiddu til þess að Kaupþing þurfti að taka á sig mark­aðs­áhættu af bréf­um Ól­afs. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið rek­ur upp­haf sam­ráðs Sam­skipa og Eim­skip til þessa tíma.

Ganga lík­lega út að lok­inni skýrslu­töku

Kon­urn­ar sem hlekkj­uðu sig við möst­ur tveggja hval­skipa í gær­morg­un verða ekki sett­ar í far­bann þrátt fyr­ir að Hval­ur hf. hafi lagt fram kær­ur á hend­ur þeim. „Ég reikna bara með því að þær gangi út að lok­inni skýrslu­töku,“ seg­ir Ás­geir Þór Ás­geirs­son, að­stoð­ar­lög­reglu­stjóri hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Rekstri fjar­varma­veitna „sjálf­hætt“ ef kaupa þarf for­gangs­orku

Á síð­asta ári var orku­skort­ur „far­inn að bíta svo hressi­lega“ að Lands­virkj­un gat ekki selt meiri for­gangs­orku. „Sú staða er óbreytt,“ seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi fyr­ir­tæk­is­ins. Í sum­ar var sam­ið við gagna­ver um 5 MW af for­gangs­orku.

Skort­ur á heild­ar­sýn galli á Kárs­nes­mód­el­inu

Fyrr­ver­andi for­stjóri Skipu­lags­stofn­un­ar tel­ur að Kópa­vogs­bær hafi ekki unn­ið nægi­lega grunn­vinnu í að­drag­anda þess að reit­ir á Kárs­nesi fóru á deili­skipu­lags­stig. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir, aðjunkt í skipu­lags­fræði við HÍ, seg­ir að bær­inn hafi ekki ver­ið í stöðu til að setja skýra um­gjörð um þær for­send­ur sem gilt hafi á hverj­um og ein­um upp­bygg­ing­ar­reit. „Við vilj­um ekki að bygg­inga­geir­inn bara valsi frjáls,“ seg­ir hún við Heim­ild­ina.

„Dísil­knúnu raf­bíl­arn­ir“ senni­lega um ell­efu tals­ins

Í sum­ar hef­ur því ver­ið hald­ið fram, m.a. af ráð­herra, að „góð­ar lík­ur“ séu á því að raf­magns­bíl­ar á Vest­fjörð­um séu hlaðn­ir með raf­magni fram­leiddu úr olíu. Orku­stofn­un reikn­aði út fyr­ir Heim­ild­ina að dísil­knúnu raf­bíl­arn­ir hafi ver­ið mjög fá­ir enda fór lang­mest af þeirri olíu sem not­uð var á vara­afls­stöðv­ar til hús­hit­un­ar.

Úkraínskt orku­fyr­ir­tæki flutt af nafni ólíg­arka í skúffu­fé­lag í Smá­í­búða­hverf­inu

Ís­lensk­ur banka­mað­ur, Karl Kon­ráðs­son, er sagð­ur hafa keypt helm­ings­hlut í úkraínsku orku­fyr­ir­tæki ný­ver­ið af Al­eks­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manni Ís­lands og ólíg­arka í Bela­rús. Áð­ur hafði Karl eign­ast breskt fé­lag Mos­hen­skys fyr­ir slikk. Þá og nú átti Mos­hen­sky á hættu að sæta við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla sinna við stjórn­völd í Bela­rús.

FréttirSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Til­boð Leós til Tóm­as­ar: „Ég er líka eig­in­lega bara sorg­mædd­ur“

Bæj­ar­full­trú­arn­ir sem störf­uðu með Tóm­asi Ell­ert Tóm­as­syni í meiri­hlut­an­um í Ár­borg segj­ast hafa orð­ið misundr­andi þeg­ar þeir sáu frétt­ir af til­boð­inu sem hann fékk. Eng­inn þeirra fékk við­líka til­boð, frá Leó Árna­syni fjár­festi eða öðr­um.

Fimm daga hung­ur létt­vægt mið­að við kval­ir hval­anna

Samu­el Rostøl er svang­ur. Hann hef­ur enda ekki borð­að síð­an Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra heim­il­aði hval­veið­ar að nýju á fimmtu­dag. En hans óþæg­indi eru smá­vægi­leg mið­að við þær þján­ing­ar sem stór­hveli ganga í gegn­um þeg­ar þau eru skot­in á hafi úti, seg­ir hinn norski Rostøl.

Mest lesið undanfarið ár

1

Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.

2

Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

„Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/

3

„Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.

4

Þóra Dungal fall­in frá

Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.

5

„Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.

6

Lifði af þrjú ár á göt­unni

Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.

7

„Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.

8

Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.

9

Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.

10

Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.