4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Flúði undan á­rásar­manni inn í blokk í Hafnar­firði

Skyldulesning

Upp úr klukkan hálftvö í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um óeðlilega hegðun í fjölbýlishúsi í Vallarhverfinu í Hafnarfirði.

Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að þar var karlmaður sem var með stungusár en hann hafði flúið undan árásarmanninum inn í húsið.

Að því er segir í dagbók lögreglu er maðurinn ekki talinn vera í lífshættu en hann liggur til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

Laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi barst tilkynning um umferðaróhapp í Lækjargötu í Hafnarfirði. Ökumaður bílsins flúði af vettvangi en seinna kom í ljós að bifreiðin var stolin. Minniháttar skemmdir urðu á bílnum við óhappið.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir