Flugmaður skýrir frá algengum mistökum farþega sem tefja fyrir – DV

0
89

Patrick Smith, flugmaður, telur að ein algengustu mistök flugfarþega séu að flýta sér að hliðinu þegar tilkynnt er að byrjað sé að hleypa farþegum um borð. Hann hvetur farþega til að fara sér hægt. Hann segir að það að farþegar flýti sér að hliðinu tefji þeir fyrir öllu ferlinu við að koma farþegum um borð og gera vélarnar tilbúnar fyrir flugtak.

Í samtali við eShores sagði hann að þegar kallið kemur um að byrjað sé að hleypa farþegum um borð, eigi farþegar að standast hvötina um að standa upp og fara strax í röðina. Áður fyrr hafi fólk setið rólegt og beðið þar til kallað var upp að nú væri röðin komin að því að fara um borð. Nú standi 200 manns upp við fyrsta kall og myndi þvögu sem er fyrir þeim farþegum sem eiga að fara fyrstir um borð og voru kallaðir upp. Þeir neyðist bókstaflega til að ryðjast í gegnum þvöguna til að komast um borð.

„Þetta er klikkun og það er engin þörf fyrir þetta. Þú kemst ekki hraðar um borð við að standa í röð. Þvert á móti þá lengir þetta ferlið,“ sagði hann.