4 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Flugvél í árekstri við bíl eftir nauðlendingu

Skyldulesning

Erlent

Skjáskot úr upptöku vefmyndavélar samgöngustofnunar Minnesota þar sem sjá má flugvélinni lent á hraðbraut í ríkinu.
Skjáskot úr upptöku vefmyndavélar samgöngustofnunar Minnesota þar sem sjá má flugvélinni lent á hraðbraut í ríkinu.

Flugmaður einkaflugvélar lenti í miklum vandræðum í Minnesota í Bandaríkjunum í gærkvöldi og þurfti hann að framkvæma nauðlendingu á hraðbraut hjá borgunum Minneapolis og Saint Paul.

Hinum 52 árs gamla Craig Gifford að gera en í kjölfarið lenti hann í árekstri við bíl.

Engan sakaði í atvikinu, samkvæmt frétt héraðsmiðilsins Pioneer Press.

Ekki liggur fyrir af hverju Gifford þurfti að lenda flugvélinni að svo stöddu. Loka þurfti nokkrum akreinum hraðbrautarinnar í þó nokkrar klukkustundir.

Flugvélin, sem er af gerðinni Bellanca Viking var dregin á brott og er málið til rannsóknar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir