4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Flutningabíll þverar veginn

Skyldulesning

Vegurinn er lokaður um Bröttubrekku þar sem flutningabíll þverar veginn. Unnið er að því að losa bílinn samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Krapi er á Mosfellsheiði og hálkublettir á Kjósarskarði en annars eru vegir víðast hvar greiðfærir á suðvesturhorni landsins.

Á Vesturlandi er hálka á fjallvegum og víðast hvar hálkublettir eða greiðfærð á láglendi. Ófært er á Fróðárheiði en unnið að hreinsun. Það er ófært á Kleifaheiði og þungfært á Mikladal og Hálfdán. Annars er víða krapi á Vestfjörðum, hálka eða hálkublettir. Flughált er frá Hólmavík og yfir Þröskulda.

Hringvegurinn er víðast greiðfær í Húnavatnssýslum og Skagafirði en hálka á Öxnadalsheiði og útvegum. Flughált er á Þverárfjalli og frá Hofsósi út á Siglufjörð. 

Hálka á flestum leiðum á Norðausturlandi og flughálka á Hólaheiði, Raufarhafnarvegi, Langanesvegi og Brekknaheiði.

Flughálka er víða á Héraði, á Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra. Þungfært er á Öxi og Mjóafjarðarheiði.

Á Suðurlandi er hálka, hálkublettir eða krapi á nokkrum leiðum í uppsveitum en annars greiðfært.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir