7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Fluttir á slysadeild eftir líkamsárásir – Neitaði að nota grímu í matvöruverslun

Skyldulesning

Um klukkan 21 í gærkvöldi réðust tveir menn að einum í vesturhluta borgarinnar. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglan kom þangað. Árásarþolinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Á öðrum tímanum í nótt réðust tveir menn á þann þriðja. Þeir voru farnir af vettvangi þegar lögreglan kom en árásarþolinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið.

Á sjötta tímanum í gær var maður í annarlegu ástandi til vandræða í matvöruverslun í austurhluta borgarinnar. Hann neitaði að nota andlitsgrímu og fara eftir fyrirmælum starfsfólks. Hann var farinn þegar lögreglan kom á vettvang.

Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum vímuefna og/eða áfengis.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir