3 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

Fluttu slasaða konu í Esjunni

Skyldulesning

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út ásamt björgunarsveitum skömmu fyrir klukkan 11 í dag vegna konu sem slasaðist á fæti á Esjunni. 

„Það var kona sem hafði misstigið sig í Esjunni og gat ekki gengið. Það fór ein björgunarsveit ásamt slökkviliði og flutti hana niður að sjúkrabíl. Þetta tók rétt um klukkutíma,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. 

Konan var flutt á slysadeild. 

Innlendar Fréttir