8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Fluttur með þyrlu á Landspítalann

Skyldulesning

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út gær vegna veikinda eins skipverja togskips sem statt var um 50 sjómílur norðaustur af Horni.

Skipstjóri skipsins hafði samband við stjórnstöð Gæslunnar síðdegis og óskaði eftir aðstoð. TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli á fimmta tímanum og var komin að skipinu rúmri klukkustund síðar.

Vel gekk að hífa skipverjann um borð í þyrluna og um klukkan 18:00 var aðgerðum þyrlusveitar við skipið lokið. Skipverjinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi en þar lenti þyrlan á áttunda tímanum í gærkvöld að því er segir á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar í gær. 

Innlendar Fréttir