7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Flýta mati á bóluefni Moderna um viku

Skyldulesning

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun flýta mati á bóluefni frá Moderna . Fundurinn, sem áður átti að halda 12. janúar, fer fram 6. janúar í staðinn. Reynt verður að ljúka mati á bóluefninu á fundinum og þegar það liggur fyrir mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins reyna að gefa út markaðsleyfi á fáeinum dögum.

Þetta kemur fram á vef Lyfjastofnunar Íslands í dag. Þar segir að mat Lyfjastofnunar Evrópu á bóluefni Moderna gegn kórónuveirunni hafi gengið mjög vel fyrir sig. Í gær hafi EMA borist síðustu gögn sem þurfti til að hægt sé að ljúka mati á bóluefninu. Þetta sé fyrr en búist hafði verið við.

Þegar markaðsleyfi ESB liggur fyrir muni Lyfjastofnun Íslands vinna að kappi að því að gefa út íslenskt markaðsleyfi á sem allra skemmstum tíma. Vonir eru bundnar til að sú vinna taki aðeins fáeina daga.

Ráðgjafaráð Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, FDA, lagði í gær til að bóluefni Moderna fái neyðarleyfi stofnunarinnar. Þannig verði hægt að taka bóluefnið í almenna notkun í Bandaríkjunum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti nú eftir hádegi að bóluefni Moderna hefði verið samþykkt með „miklum meirihluta“. Dreifing á efninu hæfist tafarlaust.

Moderna vaccine overwhelmingly approved. Distribution to start immediately.

— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 18, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir