-3 C
Grindavik
22. janúar, 2021

Flytja starfsemina yfir götuna

Skyldulesning

Arion banki, Borgartúni 19.

Arion banki, Borgartúni 19.

„Arion banki hefur flutt nær alla starfsemi úr Borgartúni 18 yfir í höfuðstöðvar bankans í Borgartúni 19. Þar hefur nú verið opnað fyrirtækjatorg bankans sem sinnir allri almennri fyrirtækjaþjónustu fyrir fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka.  

Einnig verður tekið á móti einstaklingum, sem eiga bókaðan tíma hjá ráðgjöfum bankans, í Borgartúni 19. 

Segir í tilkynningunni að sjálfsafgreiðslusvæðið, sem verið hefur í Borgartúni 18, muni flytjast yfir í Nóatún 17 mánudaginn 28. desember. Þar munu verða tveir hraðbankar þar sem hægt verður að leggja inn og taka út seðla, greiða reikninga, millifæra og enduropna PIN númer korta.  

Enn um sinn verða bankahólfin staðsett í Borgartúni 18, en aðgengi að þeim verður að baka til. 

Innlendar Fréttir