8.4 C
Grindavik
20. júní, 2021

Fögnuður Messi kostar Barcelona þrjú þúsund evrur

Skyldulesning

Fótbolti

Messi fagnar markinu.
Messi fagnar markinu.
Urbanandsport/NurPhoto via Getty Images

Barcelona þarf að borga þrjú þúsund evrur í sekt eftir fagn Lionel Messi um helgina.

Barcelona þarf að taka upp veskið eftir að Lionel Messi minntist Diego Armando Maradona í fögnuði sínum er hann skoraði í 4-0 sigrinum á Osasuna um helgina.

Diego Maradona var minnst á Nývangi um helgina en Lionel Messi fagnaði með Newell’s Old Boys treyju er hann skoraði.

Messi skoraði fjórða mark Barcelona gegn Osasuna í 4-0 sigrinum. Þá klæddi hann sig úr treyjunni og var í treyju frá argentínska félaginu en Maradona og Messi hafa báðir spilað með félaginu.

Fögnuðurinn mun þó kosta Börsunga þrjú þúsund evrur en það er vegna þess að bannað er að fagna með því að sýna aðrar treyju, slagorð eða annað sem ekki er tengt viðkomandi leik í útsendingum frá deildinni.

Þessu greinir spænska blaðið Sport frá en Barcelona komst með sigrinum upp í sjöunda sæti La Liga.


Tengdar fréttir


Dalma Maradona, dóttir Diegos heitins, hélt ekki aftur af tárunum þegar leikmenn Boca Juniors komu og klöppuðu til hennar eftir mark sem þeir skoruðu í gær.


Barcelona vann þægilegan 4-0 sigur á Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir