5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Fögnuður United pirrar hann: „Fögnuðu eins og þeir hefðu unnið deildina“

Skyldulesning

Ralph Hasenhuttl stjóri Southampton segir að leikmenn Manchester United hafi gengið oft langt í að fagna sigrinum á lærisveinum hans í gær.

Manchester United vann 2-3 sigur gegn Southampton í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær, leikið var á St. Mary’s, heimavelli Southampton. Manchester United lenti 2-0 undir í leiknum en náði að koma til baka og tryggja sér þrjú stig úr leiknum. Jan Bednarek kom Southampton yfir með marki á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá James Ward-Prowse.

Ward-Prowse var síðan sjálfur á ferðinni er hann tvöfaldaði forystu Southampton með marki úr aukaspyrnu á 33. mínútu. David De Gea, markvörður Manchester United, hefði átt að gera betur og koma í veg fyrir markið. De Gea þurfti að fara af velli á 46. mínútu vegna meiðsla, inn á kom varamarkvörðurinn Dean Henderson.

Leikar stóðu 2-0 allt þar til á 60. mínútu. Þá minkaði Bruno Fernandes muninn fyrir Manchester United með marki eftir stoðsendingu frá Edinson Cavani. Cavani jafnaði leikinn fyrir Manchester United með marki á 74. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes. Cavani var síðan aftur á ferðinni í uppbótartíma venjulegs leiktíma er hann tryggði Manchester United öll stigin þrjú með marki á 92. mínútu.

„Við gátum heyrt þá fagna í klefanum, þeir átta sig greinilega á því hversu erfiðir andstæðingar við erum því þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið ensku úrvalsdeildina,“ sagði Hasenhuttl og var ekki skemmt.

„Þessi fögnuður segir mér eitthvað, þetta segir mikið um okkar lið því þeir fögnuðu svo mikið.“

„United varð að spila sinn besta leik til að vinna okkur, við getum verið stoltir af spilamennsku okkar.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir