Földu lík 16 ára sonar síns og sögðu að hann hefði strokið að heiman – DV

0
190

Hjón, sem búa í Arizona í Bandaríkjunum, hafa verið kærð fyrir að fela lík sonar síns og tilkynna lögreglunni að hann hefði strokið að heiman þegar svo var ekki. Hjónin, Amber-Leah Valentine og Jon Imes, sem eru bæði 41 árs, voru handtekin ásamt þremur öðrum eftir að þau tilkynntu að 16 ára sonur þeirra hefði strokið að heiman. Það hafði hann ekki gert, því hann var látinn. Fólkið hafði hlutað lík hans í sundur og falið líkamshlutana að sögn lögreglunnar.

People segir að foreldrarnir hafi tilkynnt lögreglunni um strok sonar síns þann 25. febrúar.  Þau sögðust síðast hafa séð hann daginn áður. Lögreglan hóf leit að syninum og hjónin gengu laus enda hafði engin grunur fallið á þau þegar þarna var komið við sögu.

Þremur dögum síðar fannst lík sonarins. Það hafði verið vafið inn í teppi og falið bak við steinvegg. Var líkið á fjölförnum stað.

Nýjar vendingar urðu síðan í málinu  2. mars þegar Valentine hringdi í lögregluna og sagðist hafa frelsað 14 ára ungling úr klóm tveggja sambýlinga sinna.

Í framhaldi af því viðurkenndi Valentina að hún og Imes hefðu losað sig við lík sonar þeirra þar sem það fannst.

Lögreglan bíður nú niðurstöðu krufningar um hvernig pilturinn lést.