Innlent
| mbl
| 12.12.2020
| 7:27
Hlýtt verður á öllu landinu í dag og fer upp í allt að 10 stig á suðvesturhorninu. Búast má við talsverðri rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum.
Fram kemur á vef Veðurstofunnar að búast megi við auknu afrennsli á Suðausturlandi og Austfjörðum með tilheyrandi vatnavöxtum.
Hyggilegt sé að huga að niðurföllum þar til að forðast vatnstjón.
Annars verður dálítil væta í öðrum landshlutum og hiti á landinu 3 til 10 stig.