8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Fólk hvatt til að huga að niðurföllum

Skyldulesning

Fólk ætti að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón, segir í athugasemdum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en áfram spáir rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum.

Í nótt og á morgun spáir norðaustan hvassviðri eða stormi á Suðausturlandi þar sem vindhviður geta farið yfir 35 m/s. Varhugavert verður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni og þá verður mjög vindasamt undir Eyjafjöllum, segir í athugasemd veðurfræðings.

Veðurstofan spáir annars norðaustan 8 til 15 m/s en 15 til 20 með suðurströndinni. 10 til 18 á morgun og 18 til 25 m/s suðaustanlands. Rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum en dálítilli vætu af og til í öðrum landshlutum. Hiti verður á bilinu 1 til 9 stig, hlýjast sunnan heiða.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir