0 C
Grindavik
9. mars, 2021

Fólk minnist þeirra sem það saknar

Skyldulesning

Kertaljósin loga við Sundahöfn.

„Fólk getur komið, kveikt á kerti og skilið eftir kveðju til þeirra sem það saknar,“ segir Inga María Hjartardóttir, kynningastjóri Píeta. Vetrarsólstöðuganga samtakanna var með óhefðbundnu sniði í kvöld.

Markmið göngunnar hefur verið að minnast þeirra sem látist hafa vegna sjálfsvíga, en gangan hefur verið kærleiksrík samkomustund.

Vegna heimsfaraldurs kórónuveiru var ákváðu Píeta samtökin að tendra kertaljós við vitann við Skarfaklett þar sem gangan hefur áður endað.

Þar geta aðstandendur einstaklinga í sjálfsvígshættu og syrgjendur ástvina sem tóku sitt líf skrifað minningarorð og kveðjur til ástvina á minningarplötu.

Inga segir mikla þörf fyrir þjónustu Píeta og það sjáist vel í ástandinu sem ríkir nú vegna Covid. Í síðasta mánuði greindi Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, frá því að um 200 símtöl á mánuði bærust í Píetasímann.

Inga segir desember oft erfiðan og samtökin finni það. Aðstandendum þyki þessi dimmasti tími ársins oft mjög erfiður og þá geti verið gott að eiga góða stund við Skarfaklett.

Innlendar Fréttir