3 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Fólki finnst styttan ekki líkjast Messi – Segja hana líkari öðrum knattspyrnumönnum

Skyldulesning

Lionel Messi er einn besti knattspyrnumaður allra tíma og því ákvað vaxstyttusafn í Barcelona að gera hann að vaxstyttu. Það virðist þó ekki hafa gengið nógu vel.

„Maður hefði haldið að ef einhver borg myndi þekkja andlitið á Messi þá væri það Barcelona,“ segir í frétt SPORTbible um styttuna. Þrátt fyrir að Messi sé hvað þekktastur í Barcelona þá náði listamaðurinn samt að klúðra styttunni. Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan er styttan alls ekki nógu lík Messi í útliti.

Margir knattspyrnuáhugamenn vilja meina að styttan sé líkari öðrum knattspyrnumönnum eins og Jan Oblak, Aaron Ramsey eða Miralem Pjanić. Þá hafa einhverjir gagnrýnt styttuna og sagt að augun séu köld og líflaus, það er þó frekar algengt þegar um vaxstyttur er að ræða.

Blaðamaður SPORTbible kom með tillögu til að bjarga málunum. „Skellið honum bara í Atletico Madrid markmannstreyju, segið fólki að þetta sé minni útgáfa af markmanninum Jan Oblak og enginn fattar neitt. Vandamálið leyst.“

Innlendar Fréttir