Fór beint upp á flug­­völl og aftur til Banda­­ríkjanna – Vísir

0
63

Harry Bretaprins dreif sig aftur heim til Bandaríkjanna eftir að faðir hans, Karl III, var krýndur Bretlandskonungur í dag. Sonur hans fagnar fjögurra ára afmæli í dag.

Krýningarathöfn Karls III fór fram í dag í London og fylgdist fólk með víða um heim þegar krúnunni var komið fyrir á höfði hans. Öll stórfjölskyldan var mætt, fyrir utan aðra tengdadótturina, Meghan Markle, og börn hennar og Harry Bretaprins. 

Harry var þó ekki lengi að koma sér í burtu eftir krýningarathöfnina og greinir PageSix frá því að klukkutíma eftir því að henni lauk hafi hann verið kominn upp í flugvél á leið til Bandaríkjanna en hann býr þar. 

Ástæðan fyrir því mun vera sú að sonur Harry, Archie, á fjögurra ára afmæli í dag. Því gat hann ekki dvalið lengur í Bretlandi.