5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Fór ekki til Arsenal til að vera varaskeifa

Skyldulesning

Rúnar Alex Rúnarsson.

Rúnar Alex Rúnarsson.

Ljósmynd/@Arsenal

Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal, segir að hugsunarhátturinn geti ekki verið annar en sá en að ætla sér að verða fyrsti kostur í markmannsstöðuna hjá liðinu. Annars væri hann á rangri hillu í lífinu. 

Fourfourtwo spurði Rúnar hvort hann teldi raunhæft að hann verði aðalmarkvörður Arsenal. Rúnar segir svo vera. Annars hefði hann ekki gengið til liðs við félagið frá Dijon.

„Ég held að allir verði að tileinka sér þann hugsunarhátt að þeir vilji spila leikina. Í raun ætti það ekki að skipta máli hvar á vellinum þú spilar en reyndar er þetta aðeins öðruvísi hvað markmannsstöðuna varðar. En maður verður að nálgast þetta með því hugarfari að vilja vinna sér sæti í byrjunarliðinu. Hvort sem það næst eða ekki þá verður hugarfarið að vera þannig. Hvort sem það tekst á nokkrum vikum eða mörgum mánuðum. Ef hugarfarið er ekki með þessum hætti þá er maður á rangri hillu. Maður verður að hafa trú á því að maður hafi það sem þarf til að standa sig og sýna það þegar tækifæri gefst,“ er haft eftir Rúnari Alex. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir