5 C
Grindavik
8. mars, 2021

Fordæma Landsrétt – „Má af þessu draga þá ályktun að einhverfur einstaklingur eigi ekki tilkall til réttlætis”

Skyldulesning

Stígamót fordæma niðurstöðu Landsrétt sem fell þann 11. desember síðast liðinn þar sem karlmaður var sýknaður af ásökunum um kynferðisbrot gegn barnungum syni sínum. Leggja samtökin jafnframt til að dómarar við dómstólinn verði sendir í endurmenntun í málefnum brotaþola.

Maðurinn hafði í héraði verið dæmdur í sjö ára fangelsi árið 2019. Sonur hans, sem er einhverfir, greindi frá hrottafullu ofbeldi sem hann kvað föður sinn hafa beitt sig yfir margra ára tímabil.

Niðurstaða Landsréttar hefur vakið töluverða furðu. Stígamót segja niðurstöðuna gefa til kynna að einhverfir einstaklingar eigi ekki tilkall til réttlætis.

„Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem ákvað sýknu í málinu á þessum forsendum:

„Við skýrslugjöf af brotaþola fyrir héraðsdómi var þess ekki gætt … að hann gæfi sjálfstæða lýsingu á atvikum málsins. Kann það að skýrast af stöðu brotaþola, sem hefur verið greindur með ódæmigerða einhverfu. Fram hjá því verður hins vegar ekki litið að það torveldar mjög möguleika á að meta trúverðugleika framburðar hans … .”

Má af þessu draga þá ályktun að einhverfur einstaklingur eigi ekki tilkall til réttlætis ef hæfni hans til frásagnar fellur ekki inn í þann þrönga skilgreiningarramma sem dómstólar ákvarða og séu því frásagnir þeirra alltaf tortryggðar.”

Stígamót velta því einnig fyrir sér hvort það sé eðlilegt að sjö ára fangelsisdómur sé felldur niður að fullu vegna þess að Landsréttur túlki ofangreind atriði á annan veg.

„Þess fyrir utan má spyrja þeirrar spurningar hvort það sé eðlilegt að 7 ára dómur sé niðurfelldur að fullu vegna þess að Landsréttur túlkar þessi atriði á annan veg, þrátt fyrir öll þau sönnunargögn sem voru til staðar í Héraðsdómi sem skiluðu 7 ára dómi.

Á þessum forsendum fordæma Stígamót niðurstöðu Landsréttar. Er það ósk okkar að dómarar sæti endurmenntun í málefnum brotaþola. Þeir brotaþolar sem búa við skerðingar eru sérlega viðkvæmur hópur sem okkur ber samfélagsleg skylda til að mæta á þeirra forsendum. Þekkingarleysið sem afhjúpast í þessari niðurstöðu er hrópandi óréttlæti.”

Innlendar Fréttir