9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Fordæmdir eftir að hafa sungið lag til stuðnings Rússlands

Skyldulesning

Stuðningsmenn Red Starf Belgard í Serbíu hafa fengið mikla gagnrýni á sig fyrir að styðja innrás Rússlands í Úkraínu.

Stuðningsmenn Rauðu stjörnunnar sungu til stuðnings Rússlands þegar liðið vann 3-0 sigur á Vozdovac.

Rauða stjarnan hafði áður tekið ákvörðun um að halda áfram samstarfi við Gazprom sem er fyrirtæki í Rússlandi.

Gazprom er stærsti stuðningsaðili Rauðu stjörnunnar en fyrirtækið er olíufyrirtæki í eigu ríkisins í Rússlandi.

Stuðningsmenn liðsins sungu „Rússland, Rússland“ á meðan leiknum stóð eins og sjá má hér að neðan. Hegðun þeirra hefur hlotið mikla gagnrýni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir