7.4 C
Grindavik
15. júní, 2021

Foreldrar hennar létust af völdum COVID-19 með nokkurra klukkustunda millibili

Skyldulesning

Tony og Lisa Vasquez ólust bæði upp í Superior í Arizona í Bandaríkjunum og urðu ástfanginn á menntaskólaárunum og voru saman upp frá því. Í síðustu viku létust þau af völdum COVID-19 og liðu aðeins nokkrar klukkustundir á milli. Þau láta eftir sig 17 ára dóttur, Brisa.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að Tony hafi verið í sjóhernum í sex ár. Þau hafi gengið í hjónaband 1999 og síðan eignast Brisa. Þau eru á meðal rúmlega 7.000 íbúa Arizona sem hafa látist af völdum COVID-19 til þessa. Þau greindust með sjúkdóminn í nóvember og létust að kvöldi 2. desember og að morgni þess 3. Tony var 56 ára og Lisa 53 ára.

GoFundMe síða hefur verið sett til að safna peningum til stuðnings Brisa og til að greiða sjúkrahúsreikninga.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir