Foreldrarnir rjúfa þögnina og opna sig um harmleikinn – DV

0
187

Foreldrar hins 25 ára gamla Connor Sturgeon, sem skaut fimm manns til bana og særði átta í skotárás í banka í Louisville á mánudag, hafa nú tjáð sig um gjörðir sonar síns.

Connor, sem var fyrrverandi starfsmaður bankans, var skotinn til bana af lögreglumanni eftir ódæðið en hann er sagður hafa viljað leita hefnda eftir að hafa verið sagt upp störfum.

Í yfirlýsingu sem foreldrar hans frá sér í gærkvöldi kom fram að Connor hefði glímt við andleg veikindi um nokkra hríð og fjölskyldan unnið í því í sameiningu. Ekkert hafi þó bent til þess að Connor væri fær um að fremja fjöldamorð líkt og hann gerði.

„Á meðan það er mörgum spurningum enn ósvarað munum við halda áfram að aðstoða lögreglu eins og við getum við rannsókn málsins og varpa ljósi á ástæður þess að þetta gerðist.“

Sturgeon er sagður hafa skilið skilaboð eftir skilaboð í talhólfi vinar síns þar sem hann sagðist vera í „sjálfsvígshugleiðingum“ og vildi „drepa alla í bankanum“. Þá er hann sagður hafa skilið eftir bréf til herbergisfélaga síns og foreldra sinna þar sem hann lýsti því sem hann ætlaði að gera.

Ekki liggur fyrir hvenær þessi bréf fundust, hvort það gerðist eftir árásina eða fyrir hana.

Í yfirlýsingu sinni sögðust foreldrar Sturgeon syrgja þá sem létust í árásinni, sinn eigin son en einnig hina fimm sem létust. Þá hrósuðu þeir lögreglunni fyrir sín viðbrögð í þessu erfiða máli.