Forráðamenn West Ham brjálaðir vegna meiðsla sem urðu á vakt Heimis með Jamaíka – DV

0
4

Forráðamenn West Ham eru ansi reiðir vegna þess að Michail Antonio er meiddur eftir að hafa meiðst í verkefni með Jamaíka.

Antonio hefur reynst liðinu afar vel á þessu tímabili en búist er við að meiðsli hans séu nokkuð alvarleg.

Antonio meiddist í verkefni sem Jamaíka er í núna en hann er lykilmaður í liði Heimis Hallgrímssonar.

Heimir tók við Jamaíka á síðasta ári og er byrjaður að smíða ansi áhugavert lið sem ætlað er að komast á HM 2026.

Antonio er 33 ára gamall en hann kom til West Ham árið 2015 og hefur verið afar mikilvægur hlekkur í liðinu.

West Ham are furious about the knee injury Michail Antonio suffered while on international duty with Jamaica.

Exclusive story from @JPercyTelegraph#TelegraphSport #TelegraphFootball

— Telegraph Football (@TeleFootball) November 20, 2023