Forsætisráðherra boðar fund vegna Súðavíkurflóðs

0
88

Krafa að­stand­enda þeirra sem fór­ust í Súða­vík­ur­flóð­inu um skip­an rann­sókn­ar­nefnd­ar var send for­sæt­is­ráð­herra og þing­nefnd í síð­ustu viku. For­sæt­is­ráð­herra hef­ur þeg­ar boð­að lög­mann að­stand­end­anna á sinn fund. Formað­ur þing­nefnd­ar­inn­ar seg­ir ein­boð­ið að setja slíka nefnd á fót. Fyr­ir því séu bæði efn­is­leg og sið­ferð­is­leg rök.

Mynd: Heimildin / Tómas

„Það er ánægjuefni að forsætisráðherra skuli bregðast svo skjótt við erindinu,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson hæstaréttarlögmaður í samtali við Heimildina. Þrettán manns, aðstandendur fólks sem lést í snjóflóðunum í Súðavík í janúar árið 1995, sendu Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra beiðni þann 20. apríl, þar sem óskað var eftir fundi með Katrínu sem brást fljótt við erindinu og boðaði lögmann hópsins á fund í forsætisráðuneytinu í byrjun næstu viku.  

Erindi hópsins við stjórnvöld er að skipuð verði rannsóknarnefnd af hálfu alþingis, til að skoða þátt yfirvalda í snjóflóðinu. Í nýlegri rannsókn Heimildarinnar komu fram nýjar upplýsingar um vitneskju yfirvalda um snjóflóðahættu á Súðavík, sem ekki var brugðist við. Fjórtán manns létust í flóðinu, þar af átta börn. Aðstandendur reyndu ítrekað að fá þátt yfirvalda í flóðinu rannsakaðan, en án árangurs.

„Enn er tækifæri til að draga lærdóm af snjóflóðinu í Súðavík“ Úr bréfi lögmanns þrettánmenninganna

„Tilgangur slíkrar rannsóknar á aðdraganda og eftirmálum snjóflóðsins væri meðal annars að rannsaka málsatvik, meta kerfislæg vandamál sem voru, og eru hugsanlega enn, til staðar er varða snjóflóðavarnir, og hugsanlegan þátt þeirra í því manntjóni sem varð í Súðavík,“ segir í erindi lögmannsins fyrir hönd hópsins, þar sem jafnframt er vísað til þess að rannsóknin hafi af þessum sökum mikla almenna þýðingu.

„Umbjóðendur mínir telja að gera megi athugasemdir við nær alla atburðarásina í kringum snjóflóðið,“ segir í erindinu þar sem vísað er til þess að fyrst núna, 28 árum eftir flóðið, hafi mikið af þessum upplýsingum komið fram í fyrsta sinn, í rannsókn Heimildarinnar og gagnaöflun aðstandenda þeirra sem létust.

Í erindinu er farið yfir upplýsingar og gögn sem sýna þá fjölmörgu annmarka sem voru á viðbrögðum yfirvalda, bæði stuttu fyrir og eins árin og áratuginn á undan snjóflóðinu. Yfirvofandi snjóflóðahætta er sögð hafa verið yfirvöldum ljós löngu áður en flóðið féll, en engu að síður hafi sú hætta verið vanmetin í opinberu hættumati, þvert á upplýsingar sem fyrir lágu.

„Þó hefur áfallið orðið umbjóðendum mínum enn þungbærara eftir að nýjar upplýsingar komu fram á sjónarsviðið sem sýna meðal annars fram á vitneskju yfirvalda um snjóflóðahættu á hluta þess svæðis sem snjóflóðið féll á árið 1995, en var utan skilgreinds hættumats. Hættumatið var þannig haldið alvarlegum annmörkum að þessu leyti.“

„Persónulega finnst mér einboðið að setja slíka nefnd á fót“ Þórunn Sveinbjarnardóttir

formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis

Vísað er til þess hvernig yfirvöld hafi vanrækt að verja byggðina, hunsað aðvörunarorð gegn frekari íbúabyggð, og látið hjá líða að koma upplýsingum um yfirvofandi hættu til íbúanna kvöldið og nóttina fyrir flóðið.

„Af framangreindu er ljóst að hægt er að gera alvarlegar athugasemdir við atburðarásina alla sem átti sér stað í aðdraganda snjóflóðsins. Reglum um boðleiðir og fullnægjandi viðvaranir var ekki fylgt í aðdraganda flóðsins. Þá voru annmarkar á því hættumati sem lá fyrir og rangar upplýsingar og forsendur lagðar til grundvallar þess sem varð til þess að manntjón hlaust af.“

Einboðið og siðferðilega rétt Erindið sem lögmaður þrettánmenningana sendi forsætisráðherra var einnig sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis, enda fer nefndin með umsjón og framkvæmd slíkra rannsókna, samkvæmt lögum, þó alþingi geti eftir sem áður sjálf ákveðið slíka skipun. Í samtali við Heimildina segist Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafa fengið í hendur erindi hópsins. 

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingisÞórunn Sveinbjarnardóttir þingkona Samfylkingarinnar er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis, sem fer með það hlutverk að útfæra og leggja línur um framkvæmd rannsóknarnefnda sem skipaðar eru af alþingi.

„Persónulega finnst mér einboðið að setja slíka nefnd á fót vegna þess að umfjöllun Heimildarinnar leiðir ýmislegt í ljós sem ég er viss um að hafi almennt ekki verið á vitorði margra. Hins vegar er ég líka á þeirri skoðun að eftirlifendur og aðstandendur þeirra sem þarna fórust eigi siðferðilegan rétt til þess að aðdragandinn og viðbrögðin við hamförunum séu rannsökuð til hlítar,“ sagði Þórunn.

Hefur ítrekað verið neitað Aðstandendurnir þrettán sem standa að baki beiðninni eru fulltrúar sex húsa við Túngötu og Nesveg í Súðavík. Aðstandendur þeirra 14 einstaklinga sem létust í flóðinu. Um er að ræða börn, foreldra og systkini hinna látnu. Hluti þessa hóps hefur áður – ítrekað – reynt að fá fram rannsókn á þætti yfirvalda í þeim mikla mannskaða sem varð í flóðinu, en án árangurs.

Strax eftir flóðið fór lögmaður þeirra fram á að skipuð yrði opinber rannsóknarnefnd vegna þeirra. Þeirri beiðni var hafnað af yfirvöldum sem létu sér nægja að láta Almannavarnir ríkisins vinna skýrslu um flóðin. Sú skýrsla kom út ári eftir flóðið og var strax harðlega gagnrýnd. Ekki síst sú fullyrðing í skýrslunni að þrátt fyrir margvísleg mistök, hafi í raun ekkert getað forðað því manntjóni sem var, þar sem húsin sem fóru undir flóðið hafi öll verið utan skilgreinds hættusvæðis. Sú fullyrðing var einfaldlega röng.

28 ára biðSigríður Rannveig Jónsdóttir, Hafsteinn Númason og Maya Hrafnhildardóttir eru meðal þeirra þrettán sem standa að baki beiðni um skipan rannsóknarnefndar vegna Súðavíkurflóðsins. Þau hafa beðið þess á þriðja áratug að óháð rannsókn færi fram á þætti yfirvalda í flóðinu, sem kostaði 14 mannslíf, meðal þeirra voru dóttir Sigríðar, þrjú barna Hafsteins og foreldrar Mayu.

Mynd: Haukur Sigurðsson

Á þetta og fleiri atriði bentu aðstandendur strax árið 1996 og óskuðu eftir því að yfirvöld fengju óháðan aðila til rannsóknarinnar. Almannavarnir ríkisins væru enda að rannsaka eigin verk og því ekki til þess bær að gera málinu skil. Dómsmálaráðuneytið hafnaði þeirri beiðni og vísaði á Ríkissaksóknara sem vísaði málinu frá sér, það gerði Umboðsmaður líka og Ríkissaksóknari öðru sinni árið 2004. 

Í bréfi lögmanns þrettánmenninganna til forsætisráðherra er vísað til þess hvernig aðstandendum var ítrekað neitað um þá eðlilegu kröfu að óháður aðili rannsakaði málið. Lögreglurannsókn hafi ekki einu sinni farið fram, líkt og kveðið var á um í lögum. Þetta hafi valdið aðstandendum sem glímdu flestir við ólýsanlega sorg og mikið áfall, óþarfa sársauka og erfiði. 

„Ábati og tilgangur slíkrar rannsóknar hefði jafnframt getað leitt skýrt í ljós hvað fór úrskeiðis í samskiptum og viðbrögðum viðbragðsaðila, meðal annars með það fyrir augum að koma í veg fyrir að sambærilegir atburðir endurtækju sig,“ segir í erindi hópsins til forsætisráðherra, þar sem bent er á  að „enn [sé] tækifæri til að draga lærdóm af snjóflóðinu í Súðavík“.

Kjósa

3

Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir Nýtt efni

FréttirErfðavöldin á Alþingi

Fað­ir Stef­áns studdi hann dyggi­lega

Ung­ur að ár­um var Stefán Vagn Stef­áns­son byrj­að­ur að fylgja föð­ur sín­um, Stefáni Guð­munds­syni, á póli­tíska fundi. Þeg­ar Stefán Vagn hóf svo stjórn­mála­þátt­töku hvatti fað­ir hans hann áfram.

Veita ekki upp­lýs­ing­ar um jakka­föt lög­reglu af ör­ygg­is­ástæð­um

Upp­lýs­ing­ar um bún­að­ar­mál lög­reglu í tengsl­um við leið­toga­fund Evr­ópu­ráðs­ins verða ekki veitt­ar fyrr en að fundi lokn­um. Sam­skipta­stjóri rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir of langt seilst að segja að 250 jakka­föt sem keypt hafa ver­ið fyr­ir óein­kennisklædda lög­reglu­menn varði þjóðarör­yggi en vissu­lega sé um ör­ygg­is­ástæð­ur að ræða.

Flýti- og um­ferð­ar­gjöld­um spark­að fram yf­ir sum­ar­frí

Ekk­ert frum­varp um flýti- og um­ferð­ar­gjöld á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mun koma frá for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir þinglok í vor. Fleiri frum­vörp sem snerta breytta gjald­töku af um­ferð hafa ver­ið felld af þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

For­sæt­is­ráð­herra boð­ar fund vegna Súða­vík­ur­flóðs

Krafa að­stand­enda þeirra sem fór­ust í Súða­vík­ur­flóð­inu um skip­an rann­sókn­ar­nefnd­ar var send for­sæt­is­ráð­herra og þing­nefnd í síð­ustu viku. For­sæt­is­ráð­herra hef­ur þeg­ar boð­að lög­mann að­stand­end­anna á sinn fund. Formað­ur þing­nefnd­ar­inn­ar seg­ir ein­boð­ið að setja slíka nefnd á fót. Fyr­ir því séu bæði efn­is­leg og sið­ferð­is­leg rök.

FréttirErfðavöldin á Alþingi

Taldi að lengra væri kom­ið í jafn­rétt­is­mál­um en raun­in var

Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur þótti hálf hlá­legt þeg­ar amma henn­ar gaf henni ár­ið 2007 bók til að brýna hana í jafn­rétt­is­mál­um. Hún hafi tal­ið litla þörf á því. „Ég var viss um að við vær­um kom­in tölu­vert lengra í jafn­rétt­is­mál­um en við vor­um, og lengra en ég síð­ar sá.“

Íbú­ar um flótta­fólk: „Mik­ið af þessu á flakki á nótt­unni“

Blaða­mað­ur og ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar heim­sóttu Reykja­nes­bæ og tóku nokkra íbúa tali um þann orð­róm sem geng­ið hef­ur um bæ­inn, að ógn stafi af flótta­fólki og um­sækj­end­um um al­þjóð­lega vernd.

Finn­björn sjálf­kjör­inn for­seti ASÍ

Finn­björn A. Her­manns­son er nýr for­seti ASÍ, en hann var sjálf­kjör­inn á þingi ASÍ í dag. Vara­for­set­ar ASÍ eru Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, Hjör­dís Þóra Sig­ur­þórs­dótt­ir og Kristján Þórð­ur Snæ­björns­son.

Sif Sigmarsdóttir„Eng­in rit­skoð­un­ar­týpa“

Þrátt fyr­ir að Ís­lend­ing­ar telji sig gjarn­an fremsta á með­al jafn­ingja þá stönd­um við langt að baki hinum Norð­ur­landa­þjóð­un­um á sviði fjöl­miðla­frels­is­ins.

FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Fé­lag Ró­berts seldi skulda­bréf í Al­votech á 12 millj­arða rétt fyr­ir verð­hrun

Fé­laga­net Ró­berts Wessman hef­ur inn­leyst hagn­að af sölu lyfja­verk­smiðj­unn­ar í Vatns­mýri á sama tíma og hluta­bréfa­verð Al­votech hef­ur hrun­ið. Árni Harð­ar­son seg­ir að sala fé­lags Ró­berts á skulda­bréf­um sem það fékk sem greiðslu fyr­ir verk­smiðj­una sé til­vilj­un og teng­ist ekk­ert synj­un Banda­ríska lyfja­eft­ir­lits­ins á mark­aðs­leyfi til Al­votech.

Þórður Snær Júlíusson„Það vík­ur ekki þeg­ar það labb­ar á miðri götu og ég er að keyra göt­una“

Til­raun stend­ur yf­ir við að flytja inn menn­ing­ar­stríð til Ís­lands sem póli­tísk­ir lukk­uridd­ar­ar hafa getað nýtt sér ann­ars stað­ar í leit að völd­um. Það snýst um að skipta heim­in­um upp, á grund­velli hræðslu­áróð­urs, í „okk­ur“ og „hin­a“. Svart­hvíta mynd sem að­grein­ir hið „góða“ frá hinu „illa“. Og ráð­ast svo á ímynd­aða and­stæð­ing­inn.

Al­ið á ótta á Al­þingi

Sögu­sagn­ir um að fólki standi ógn af flótta­fólki og um­sækj­end­um um al­þjóð­lega vernd í Reykja­nes­bæ, sem sam­kvæmt könn­un Heim­ild­inn­ar á sér ekki stoð í raun­veru­leik­an­um, hafa náð flugi og rat­að í um­búð­um stað­reynda inn á bæj­ar­stjórn­ar­fundi þar og á Al­þingi. Sér­fræð­ing­ar segja hættu­legt að póli­tík­us­ar ýti und­ir ótta vegna ógn­ar sem ekki sé til stað­ar.

FréttirErfðavöldin á Alþingi

Bændapóli­tík­in grunn­ur að þing­mennsk­unni

Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son seg­ir að hon­um hafi ekki þótt sem sér væri vörð­uð leið í stjórn­mál sem ung­um manni. Það hafi meira bara gerst. Eng­inn vafi sé á að fé­lags­mála­þátt­taka og stjórn­mála­vafst­ur föð­ur hans, séra Pét­urs Þór­ar­ins­son­ar, hafi þó haft á hann áhrif.

Mest lesið undanfarið ár

1

Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.

2

Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

„Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.

3

Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

„Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/

4

„Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.

5

„Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.

6

Lifði af þrjú ár á göt­unni

Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.

7

„Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.

8

Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.

9

Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.

10

Magda­lena – „Til þess að fá nálg­un­ar­bann, þá verð­ur þú að fá hann til að ráð­ast á þig“

Magda­lena Valdemars­dótt­ir var föst í of­beld­is­sam­bandi í 10 mán­uði og seg­ir of­beld­ið hafi hald­ið áfram þrátt fyr­ir sam­bands­slit. Al­var­legt of­beldi á sér stund­um stað eft­ir sam­bands­slit og það er ekk­ert sem seg­ir að þeg­ar of­beld­is­sam­bandi sé slit­ið þá sé of­beld­ið bú­ið. Ár­ið 2017 kærði Magda­lena barns­föð­ur sinn fyr­ir til­raun til mann­dráps. Barns­fað­ir henn­ar fékk 18 mán­að fang­elsi fyr­ir hús­brot, eigna­spjöll og lík­ams­árás með því að hafa ruðst inn til henn­ar, sleg­ið hana tví­veg­is með flöt­um lófa í and­lit en jafn­framt tek­ið hana í tvisvar sinn­um kverka­taki með báð­um hönd­um þannig að hún átti erfitt með að anda en hún var geng­in 17 vik­ur á leið með tví­bura þeirra.