Krafa aðstandenda þeirra sem fórust í Súðavíkurflóðinu um skipan rannsóknarnefndar var send forsætisráðherra og þingnefnd í síðustu viku. Forsætisráðherra hefur þegar boðað lögmann aðstandendanna á sinn fund. Formaður þingnefndarinnar segir einboðið að setja slíka nefnd á fót. Fyrir því séu bæði efnisleg og siðferðisleg rök.
Mynd: Heimildin / Tómas
„Það er ánægjuefni að forsætisráðherra skuli bregðast svo skjótt við erindinu,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson hæstaréttarlögmaður í samtali við Heimildina. Þrettán manns, aðstandendur fólks sem lést í snjóflóðunum í Súðavík í janúar árið 1995, sendu Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra beiðni þann 20. apríl, þar sem óskað var eftir fundi með Katrínu sem brást fljótt við erindinu og boðaði lögmann hópsins á fund í forsætisráðuneytinu í byrjun næstu viku.
Erindi hópsins við stjórnvöld er að skipuð verði rannsóknarnefnd af hálfu alþingis, til að skoða þátt yfirvalda í snjóflóðinu. Í nýlegri rannsókn Heimildarinnar komu fram nýjar upplýsingar um vitneskju yfirvalda um snjóflóðahættu á Súðavík, sem ekki var brugðist við. Fjórtán manns létust í flóðinu, þar af átta börn. Aðstandendur reyndu ítrekað að fá þátt yfirvalda í flóðinu rannsakaðan, en án árangurs.
„Enn er tækifæri til að draga lærdóm af snjóflóðinu í Súðavík“ Úr bréfi lögmanns þrettánmenninganna
„Tilgangur slíkrar rannsóknar á aðdraganda og eftirmálum snjóflóðsins væri meðal annars að rannsaka málsatvik, meta kerfislæg vandamál sem voru, og eru hugsanlega enn, til staðar er varða snjóflóðavarnir, og hugsanlegan þátt þeirra í því manntjóni sem varð í Súðavík,“ segir í erindi lögmannsins fyrir hönd hópsins, þar sem jafnframt er vísað til þess að rannsóknin hafi af þessum sökum mikla almenna þýðingu.
„Umbjóðendur mínir telja að gera megi athugasemdir við nær alla atburðarásina í kringum snjóflóðið,“ segir í erindinu þar sem vísað er til þess að fyrst núna, 28 árum eftir flóðið, hafi mikið af þessum upplýsingum komið fram í fyrsta sinn, í rannsókn Heimildarinnar og gagnaöflun aðstandenda þeirra sem létust.
Í erindinu er farið yfir upplýsingar og gögn sem sýna þá fjölmörgu annmarka sem voru á viðbrögðum yfirvalda, bæði stuttu fyrir og eins árin og áratuginn á undan snjóflóðinu. Yfirvofandi snjóflóðahætta er sögð hafa verið yfirvöldum ljós löngu áður en flóðið féll, en engu að síður hafi sú hætta verið vanmetin í opinberu hættumati, þvert á upplýsingar sem fyrir lágu.
„Þó hefur áfallið orðið umbjóðendum mínum enn þungbærara eftir að nýjar upplýsingar komu fram á sjónarsviðið sem sýna meðal annars fram á vitneskju yfirvalda um snjóflóðahættu á hluta þess svæðis sem snjóflóðið féll á árið 1995, en var utan skilgreinds hættumats. Hættumatið var þannig haldið alvarlegum annmörkum að þessu leyti.“
„Persónulega finnst mér einboðið að setja slíka nefnd á fót“ Þórunn Sveinbjarnardóttir
formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis
Vísað er til þess hvernig yfirvöld hafi vanrækt að verja byggðina, hunsað aðvörunarorð gegn frekari íbúabyggð, og látið hjá líða að koma upplýsingum um yfirvofandi hættu til íbúanna kvöldið og nóttina fyrir flóðið.
„Af framangreindu er ljóst að hægt er að gera alvarlegar athugasemdir við atburðarásina alla sem átti sér stað í aðdraganda snjóflóðsins. Reglum um boðleiðir og fullnægjandi viðvaranir var ekki fylgt í aðdraganda flóðsins. Þá voru annmarkar á því hættumati sem lá fyrir og rangar upplýsingar og forsendur lagðar til grundvallar þess sem varð til þess að manntjón hlaust af.“
Einboðið og siðferðilega rétt Erindið sem lögmaður þrettánmenningana sendi forsætisráðherra var einnig sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis, enda fer nefndin með umsjón og framkvæmd slíkra rannsókna, samkvæmt lögum, þó alþingi geti eftir sem áður sjálf ákveðið slíka skipun. Í samtali við Heimildina segist Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafa fengið í hendur erindi hópsins.
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingisÞórunn Sveinbjarnardóttir þingkona Samfylkingarinnar er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis, sem fer með það hlutverk að útfæra og leggja línur um framkvæmd rannsóknarnefnda sem skipaðar eru af alþingi.
„Persónulega finnst mér einboðið að setja slíka nefnd á fót vegna þess að umfjöllun Heimildarinnar leiðir ýmislegt í ljós sem ég er viss um að hafi almennt ekki verið á vitorði margra. Hins vegar er ég líka á þeirri skoðun að eftirlifendur og aðstandendur þeirra sem þarna fórust eigi siðferðilegan rétt til þess að aðdragandinn og viðbrögðin við hamförunum séu rannsökuð til hlítar,“ sagði Þórunn.
Hefur ítrekað verið neitað Aðstandendurnir þrettán sem standa að baki beiðninni eru fulltrúar sex húsa við Túngötu og Nesveg í Súðavík. Aðstandendur þeirra 14 einstaklinga sem létust í flóðinu. Um er að ræða börn, foreldra og systkini hinna látnu. Hluti þessa hóps hefur áður – ítrekað – reynt að fá fram rannsókn á þætti yfirvalda í þeim mikla mannskaða sem varð í flóðinu, en án árangurs.
Strax eftir flóðið fór lögmaður þeirra fram á að skipuð yrði opinber rannsóknarnefnd vegna þeirra. Þeirri beiðni var hafnað af yfirvöldum sem létu sér nægja að láta Almannavarnir ríkisins vinna skýrslu um flóðin. Sú skýrsla kom út ári eftir flóðið og var strax harðlega gagnrýnd. Ekki síst sú fullyrðing í skýrslunni að þrátt fyrir margvísleg mistök, hafi í raun ekkert getað forðað því manntjóni sem var, þar sem húsin sem fóru undir flóðið hafi öll verið utan skilgreinds hættusvæðis. Sú fullyrðing var einfaldlega röng.
28 ára biðSigríður Rannveig Jónsdóttir, Hafsteinn Númason og Maya Hrafnhildardóttir eru meðal þeirra þrettán sem standa að baki beiðni um skipan rannsóknarnefndar vegna Súðavíkurflóðsins. Þau hafa beðið þess á þriðja áratug að óháð rannsókn færi fram á þætti yfirvalda í flóðinu, sem kostaði 14 mannslíf, meðal þeirra voru dóttir Sigríðar, þrjú barna Hafsteins og foreldrar Mayu.
Mynd: Haukur Sigurðsson
Á þetta og fleiri atriði bentu aðstandendur strax árið 1996 og óskuðu eftir því að yfirvöld fengju óháðan aðila til rannsóknarinnar. Almannavarnir ríkisins væru enda að rannsaka eigin verk og því ekki til þess bær að gera málinu skil. Dómsmálaráðuneytið hafnaði þeirri beiðni og vísaði á Ríkissaksóknara sem vísaði málinu frá sér, það gerði Umboðsmaður líka og Ríkissaksóknari öðru sinni árið 2004.
Í bréfi lögmanns þrettánmenninganna til forsætisráðherra er vísað til þess hvernig aðstandendum var ítrekað neitað um þá eðlilegu kröfu að óháður aðili rannsakaði málið. Lögreglurannsókn hafi ekki einu sinni farið fram, líkt og kveðið var á um í lögum. Þetta hafi valdið aðstandendum sem glímdu flestir við ólýsanlega sorg og mikið áfall, óþarfa sársauka og erfiði.
„Ábati og tilgangur slíkrar rannsóknar hefði jafnframt getað leitt skýrt í ljós hvað fór úrskeiðis í samskiptum og viðbrögðum viðbragðsaðila, meðal annars með það fyrir augum að koma í veg fyrir að sambærilegir atburðir endurtækju sig,“ segir í erindi hópsins til forsætisráðherra, þar sem bent er á að „enn [sé] tækifæri til að draga lærdóm af snjóflóðinu í Súðavík“.
Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Athugasemdir Nýtt efni
FréttirErfðavöldin á Alþingi
Faðir Stefáns studdi hann dyggilega
Ungur að árum var Stefán Vagn Stefánsson byrjaður að fylgja föður sínum, Stefáni Guðmundssyni, á pólitíska fundi. Þegar Stefán Vagn hóf svo stjórnmálaþátttöku hvatti faðir hans hann áfram.
Veita ekki upplýsingar um jakkaföt lögreglu af öryggisástæðum
Upplýsingar um búnaðarmál lögreglu í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins verða ekki veittar fyrr en að fundi loknum. Samskiptastjóri ríkislögreglustjóra segir of langt seilst að segja að 250 jakkaföt sem keypt hafa verið fyrir óeinkennisklædda lögreglumenn varði þjóðaröryggi en vissulega sé um öryggisástæður að ræða.
Flýti- og umferðargjöldum sparkað fram yfir sumarfrí
Ekkert frumvarp um flýti- og umferðargjöld á höfuðborgarsvæðinu mun koma frá formanni Sjálfstæðisflokksins fyrir þinglok í vor. Fleiri frumvörp sem snerta breytta gjaldtöku af umferð hafa verið felld af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar.
Forsætisráðherra boðar fund vegna Súðavíkurflóðs
Krafa aðstandenda þeirra sem fórust í Súðavíkurflóðinu um skipan rannsóknarnefndar var send forsætisráðherra og þingnefnd í síðustu viku. Forsætisráðherra hefur þegar boðað lögmann aðstandendanna á sinn fund. Formaður þingnefndarinnar segir einboðið að setja slíka nefnd á fót. Fyrir því séu bæði efnisleg og siðferðisleg rök.
FréttirErfðavöldin á Alþingi
Taldi að lengra væri komið í jafnréttismálum en raunin var
Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur þótti hálf hlálegt þegar amma hennar gaf henni árið 2007 bók til að brýna hana í jafnréttismálum. Hún hafi talið litla þörf á því. „Ég var viss um að við værum komin töluvert lengra í jafnréttismálum en við vorum, og lengra en ég síðar sá.“
Íbúar um flóttafólk: „Mikið af þessu á flakki á nóttunni“
Blaðamaður og ljósmyndari Heimildarinnar heimsóttu Reykjanesbæ og tóku nokkra íbúa tali um þann orðróm sem gengið hefur um bæinn, að ógn stafi af flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd.
Finnbjörn sjálfkjörinn forseti ASÍ
Finnbjörn A. Hermannsson er nýr forseti ASÍ, en hann var sjálfkjörinn á þingi ASÍ í dag. Varaforsetar ASÍ eru Ragnar Þór Ingólfsson, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir og Kristján Þórður Snæbjörnsson.
Sif Sigmarsdóttir„Engin ritskoðunartýpa“
Þrátt fyrir að Íslendingar telji sig gjarnan fremsta á meðal jafningja þá stöndum við langt að baki hinum Norðurlandaþjóðunum á sviði fjölmiðlafrelsisins.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Félag Róberts seldi skuldabréf í Alvotech á 12 milljarða rétt fyrir verðhrun
Félaganet Róberts Wessman hefur innleyst hagnað af sölu lyfjaverksmiðjunnar í Vatnsmýri á sama tíma og hlutabréfaverð Alvotech hefur hrunið. Árni Harðarson segir að sala félags Róberts á skuldabréfum sem það fékk sem greiðslu fyrir verksmiðjuna sé tilviljun og tengist ekkert synjun Bandaríska lyfjaeftirlitsins á markaðsleyfi til Alvotech.
Þórður Snær Júlíusson„Það víkur ekki þegar það labbar á miðri götu og ég er að keyra götuna“
Tilraun stendur yfir við að flytja inn menningarstríð til Íslands sem pólitískir lukkuriddarar hafa getað nýtt sér annars staðar í leit að völdum. Það snýst um að skipta heiminum upp, á grundvelli hræðsluáróðurs, í „okkur“ og „hina“. Svarthvíta mynd sem aðgreinir hið „góða“ frá hinu „illa“. Og ráðast svo á ímyndaða andstæðinginn.
Alið á ótta á Alþingi
Sögusagnir um að fólki standi ógn af flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd í Reykjanesbæ, sem samkvæmt könnun Heimildinnar á sér ekki stoð í raunveruleikanum, hafa náð flugi og ratað í umbúðum staðreynda inn á bæjarstjórnarfundi þar og á Alþingi. Sérfræðingar segja hættulegt að pólitíkusar ýti undir ótta vegna ógnar sem ekki sé til staðar.
FréttirErfðavöldin á Alþingi
Bændapólitíkin grunnur að þingmennskunni
Þórarinn Ingi Pétursson segir að honum hafi ekki þótt sem sér væri vörðuð leið í stjórnmál sem ungum manni. Það hafi meira bara gerst. Enginn vafi sé á að félagsmálaþátttaka og stjórnmálavafstur föður hans, séra Péturs Þórarinssonar, hafi þó haft á hann áhrif.
Mest lesið undanfarið ár
1
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
5
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Magdalena – „Til þess að fá nálgunarbann, þá verður þú að fá hann til að ráðast á þig“
Magdalena Valdemarsdóttir var föst í ofbeldissambandi í 10 mánuði og segir ofbeldið hafi haldið áfram þrátt fyrir sambandsslit. Alvarlegt ofbeldi á sér stundum stað eftir sambandsslit og það er ekkert sem segir að þegar ofbeldissambandi sé slitið þá sé ofbeldið búið. Árið 2017 kærði Magdalena barnsföður sinn fyrir tilraun til manndráps. Barnsfaðir hennar fékk 18 mánað fangelsi fyrir húsbrot, eignaspjöll og líkamsárás með því að hafa ruðst inn til hennar, slegið hana tvívegis með flötum lófa í andlit en jafnframt tekið hana í tvisvar sinnum kverkataki með báðum höndum þannig að hún átti erfitt með að anda en hún var gengin 17 vikur á leið með tvíbura þeirra.