8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

For­­­setakandídat Barcelona segir að næsti Guar­diola sé nú þegar hjá fé­laginu

Skyldulesning

Louis Fernandez, einn af mönnunum sem ætlar að bjóða sig fram í forsetakosningum Barcelona, segir að næsti Pep Guardiola sé nú þegar hjá félaginu.

Þann 24. janúar verður nýr forseti Barcelona kjörinn. Josep Bartomeu er hættur eftir sex ára veru sem forseti félagsins en hann lenti meðal ananrs upp á kant við Lionel Messi, stórstjörnu félagsins.

Fernandez er viðskiptamaður í Barcelona en hann segir að næsti stjóri Barcelona sé nú þegar hjá félaginu. Það sé Garcia Pimienta sem er nú þjálfari Barcelona B.

„Garcia Pimienta verður okkar næsti Guardiola,“ sagði Fernandez í samtali við Radio Kanal Barcelona. „Þegar Ernesto Valverde var látinn fara þá hefðum við átt að veðja á Garcia og við ættum að gera það sama ef Koeman er rekinn.“

Byrjun Koeman hjá Barcelona hefur ekki verið góð. Þeir eru í níunda sæti deildarinnar og eru tólf stigum á eftir Atletico Madrid — en ekkert lið hefur komið til baka og orðið meistari eftir eins slaka byrjun.

Innlendar Fréttir